Vífill Karlsson, hagfræðingur, flutti erindi á Haustþingi SSV um rannsóknir SSV á íbúðamarkaði og beindi sjónum sérstaklega að nýjum tölum um þróunina og stöðuna á Vesturlandi. Glærurnar finnur þú hér (Smellið). Skýrsluna Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum finnur þú hér (Smellið).
Haustþing SSV á morgun
Haustþing SSV 2017 verður haldið í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi miðvikudaginn 11. október n.k. Dagskrá hefst kl.09.30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl.17.30. Þema þings verða húsnæðismál. Seturétt á haustþingi SSV eiga fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi sem kosnir eru fulltrúar á aðalfund SSV. Nánar er kveðið á um kjör fulltrúa á aðalfund í 5. gr. laga SSV. …
Tölfræði um Vesturland – nýjar tölur
Skýrslan Tölfræði um Vesturland hefur verið uppfærð að hluta. Henni er haldið við því sumum finnst gott að geta skoðað tölfræði á því formi þó svo við hjá SSV birtum tölfræði á vefnum okkar líka og köllum hana skemmtilega tölfræði þar. Tölur yfir fjölda útlendinga á Vesturlandi var uppfærð í skýrslunni – bæði fjöldi og fjöldinn sem hlutfall af heildarfjölda …
Viðveruplan Atvinnuráðgjafa SSV á Vesturlandi.
Nú er komið inná heimsíðu SSV viðveruplan Atvinnuráðgjafa SSV veturinn 2017 – 2018 og má nálgast þær upplýsingar hérna : Viðveruplan atvinnuráðgjafa Hér má sjá símanúmer Atvinnuráðgjafanna : Ólafur Sveinsson 8923208 Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 Margrét Björk Björnsdóttir 8642955
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS
Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar veitir Ólöf í síma 898-0247 / 433-2319 Netfang: olof@ssv.is Frestur til að skila umsóknum er til 2. október 2017.
Öndvegisverkefni á Vesturlandi
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir góðum viðskiptahugmyndum Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita afar áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 14 m.kr. styrk. Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, sem hefur skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi eða menningu þess, ásamt því að skapa störf og verðmæti. Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn …
Vinna SSV fær athygli meðal fjölmiðla.
Rabbað um nýja skýrslu SSV í Samfélaginu. Leifur Hauksson spurði Vífil Karlsson út úr efni skýrslunnar. Ágætur úrdráttur og eða annað sjónarhorn á skýrsluna á 15 mínútum. Á mínútu 02.42 hefst viðtal við Vífil Karlsson. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20170901
Útlönd standa með Vesturlandi
Í síðusutu viku var sagt frá því hér að 39 fleiri hafi flutt frá Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins en frá höfuðborgarsvæðinu til Vesturlands árið 2016, kallað flutningsjöfnuður. Ef dregin er upp sambærileg mynd fyrir Vesturland gagnvart öðrum landsvæðum ásamt útlöndum kemur í ljós að 152 fleiri flytja frá útlöndum til Vesturlands en frá Vesturlandi til útlanda árið 2016 (rauður ferill/lína). Þessi …
Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum
Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum Sorpurðun Vesturlands hf. auglýsir eftir starfsmanni í Fíflholt. Starfið felst í almennri vinnu, ásamt vélavinnu á urðunarstaðnum sem er staðsettur í Fíflholtum á Mýrum. Vinnutími frá kl. 8 – 17 Óskað er eftir liprum og duglegum einstaklingi sem þarf að geta unnið sjálfstætt. Starfsmaðurinn þarf að hafa vinnuvélaréttindi. Hvenær viðkomandi hefur störf …
Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum
Í dag kom út skýrslan: Fjarbúar og fasteignamarkaður á landsbyggðunum. Fjarbúaspenna var í brennidepli þessarar skýrslu, fjöldi annarra heimila deilt með heildarfjölda íbúða. Önnur heimili eru íbúðir í tilteknu sveitarfélagi sem eru í eigu fjarbúa og bjóðast ekki á almennum markaði til leigu eða sölu. Í þessari skýrslu kallast fólk fjarbúar sveitarfélags A ef þeir eiga íbúð í sveitarfélagi A …