Skrifstofa SSV verður lokuð fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. september n.k. vegna Haustþings SSV í Bifröst. Ef um áríðandi erindi er að ræða er hægt að hringja í síma 8996920 Sædís.
Dagskrá Haustþings SSV 20 og 21 september 2018
Haustþing SSV 2018 Hótel Bifröst 20 og 21 september Þema þingsins: Velferðarmál Haustþing 2018 – dagskrá
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum
Fréttatilkynning Svanni – lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um lán og lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna. Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2018 og má nálgast umsóknir á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu. Einnig er gerð er krafa um að líkur séu verulegar á …
Viðvera atvinnuráðgjafa á Vesturlandi 2018-2019
Komin er dagskrá fyrir atvinnuráðgjafa SSV á Vesturlandi fyrir veturinn 2018-2019 https://ssv.is/atvinnuthroun/vidveruplan-atvinnuradgjafa/ hægt er að hafa sambandi einnig við atvinnuráðgjafa í síma. Ólafur Sveinsson 8923208 Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 Margrét Björk 8642955 Vífill Karlsson 6959907
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands.
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 2. október 2018.
Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi.
Föstudaginn 7 september s.l. stóð Samband íslenskra sveitarfélag fyrir námskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Vesturlandi. Yfirskrift námskeiðsins var „Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn“. Um 40 sveitarstjórnarfulltrúar tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir allan daginn. Stjórnandi námskeiðsins var Svanfríður Jónasdóttir ráðgjafi hjá Ráðrík og f.v. bæjarstjóri, en auk hennar voru þeir Tryggvi …
Samgönguáætlun Vesturlands sýnd í kvöld á N4
Öll sveitarfélögin á Vesturlandi hafa samþykkt samgönguáætlun Vesturlands sem nær til áranna 2017-2029. Samtök sveitarfélaga á svæðinu skipuðu starfshóp sem markaði stefnu fyrir Vesturland í málaflokknum, áætluninni er ætlað að nýtast til þess að tryggja enn frekar að stjórnvöld ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngu- og fjárskiptamálum á Vesturlandi, íbúum til hagsbóta. Sjónvarpsstöðin N4 hefur nú myndgert samgönguáætlunina, þar sem …
Vesturland í þættinum Landsbyggðir á N4
Í nýjasta þætti þáttaraðarinnar Landsbyggðir á N4 er viðtal við Pál S. Brynjarsson framkvæmdastjóra SSV þar sem Karl Eskill Pálsson fréttamaður ræðir við hann um verkefni landshlutasamtaka sveitarfélaga, Sóknaráætlun Vesturlands og almennt um stöðu sveitarfélaga á Vesturlandi. Einnig er í þættinum viðtöl við frumkvöðla á Vesturlandi sem áður hafa birst í þættinum Að vestan. Eins og áður segir er þátturinn …
Svala Svavarsdóttir ráðin verkefnisstjóri hjá SSV
Svala Svavarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri hjá SSV, en verkefnisstjóri mun hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, fjármálum og upplýsingamál SSV. Hún var valin úr hópi fjórtán umsækjanda um starfið, en Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið fyrir SSV. Svala er búsett í Búðardal og er viðskiptafræðingur að mennt. Hún starfaði lengi hjá Arion-banka í Búðardal, fyrst sem fjármálaráðgjafi og síðar sem …
Lokun vegna starfsdags SSV fimmtudaginn 30. ágúst.
Skrifstofa SSV verður lokuð fimmtudaginn 30. ágúst vegna starfsdags starfsmanna, sem haldinn verður í Búðardal að þessu sinni.