Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga á fundinum …
Rafrænn kynningarfundur um Startup-Landið á morgun
Startup Landið er nýr viðskiptahraðall og er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka. Á morgun, þriðjudag fer fram rafrænn kynningarfundur fyrir öll áhugasöm! 👇 Hvað býður hraðallinn upp á? 🌱Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum 🌱Vinnustofur og fræðslufundi 🌱Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet 🌱Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma 🌱Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land …
Beint frá býli dagurinn á Erpsstöðum
Viðburðurinn: https://www.facebook.com/events/1193567505863254
Innviðaráðherra með opinn fund í Borgarnesi
Vel var mætt á opinn fund innviðaráðherra sem fór fram í Borgarnesi 13 ágúst sl. Á fundinn fór ráðherra yfir helstu verkefni sem eru á könnu innviðaráðuneytisins, en þau eru samgöngumál, fjarskipti, sveitarstjórnarmál og byggðamál. Einnig var Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV með kynningu á helstu áherslum sveitarfélaganna á Vesturlandi varðandi þessa málaflokka. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um …
Samstarfsyfirlýsing á milli Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og SSV
Í tengslum við fund sveitarstjórnarfólks með ríkisstjórninn þann 14 ágúst sl. undirrituðu fulltrúar SSV og HVE samstarfsyfirlýsingu um átak til þess að laða heilbrigðisstarfsfólk að Vesturlandi. Alma Möller heilbrigðisráðherra tók þátt í undirrituninni og lýsti yfir mikill ánægju með verkefnið. Í samningnum kemur fram að á Vesturlandi eru svæði þar sem erfiðlega hefur gengið að manna ýmsar stöður heilbrigðisstarfsfólks innan …
Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi fundaði með ríkisstjórninni.
Fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi ásamt formanni og framkvæmdastjóra SSV áttu fund með ríkisstjórninni í Stykkishólmi 14 ágúst sl. Á fundinum var farið yfir sameiginlega kynningu SSV og sveitarfélaganna á helstu verkefnum sem brenna á sveitarfélögunum á Vesturlandi. Komið var inn á ýmis mál eins og; vegamál, fjarskipti, orkumál, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, velferðarmál, löggæslumál, menntamál, atvinnumál, nýsköpun og byggðamál. Ráðherrar brugðust við …
Opinn íbúafundur með innviðaráðherra
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka …
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (auglýst verður aftur í …
Sumarlokun á skrifstofu SSV
Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð frá og með miðvikudeginum 16. júlí til miðvikudagsins 6. ágúst n.k. vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á heimasíðu okkar ssv.is Starfsfólk SSV
Á ráðstefnu í Skotlandi
Vífill Karlsson sótti ráðstefnu NORA sem hafði yfirskriftina: Búum eyjasamfélögum sjálfbæra framtíð. Ráðstefnan var í Stornoway á Lewis eyju í Skotlandi dagana 1-3 júlí. Þar flutti hann erindi sem fjallaði um hvort nýsköpun sé mismunandi eftir atvinnugreinum á Íslandi og skapandi greinum veitt sérstök athygli. Einnig hvort munur væri eftir landshlutum á Íslandi eða hvort þættir eins og stærð nærsamfélagsins …
