Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) stóðu fyrir fjölmennum fundi um vegamál á Vesturlandi í Gestastofu Snæfellinga á Breiðabliki föstudaginn 10 maí s.l. Gestir fundarins voru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og forstjóri Vegagerðarinnar ásamt starfsmönnum. Kjörnir fulltrúar og bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi fjölmenntu á fundinn sem sýnir mikilvægi vegamála fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi. Á fundinum kom skýrt fram sú mikla …
Heimsókn til SSNV á Norðulandi vestra
Starfsmenn SSV skelltu sér í heimsókn á Norðurland vestra í síðustu viku og tóku starfsmenn SSNV vel á móti hópnum. Við áttum tvo góða og gagnlega daga þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka. Fyrri deginum eyddum við í Skagafirði þar sem við heimsóttum m.a. Byggðastofnun þar sem við ræddum samstarfið okkar á …
Íbúalýðræði á Vesturlandi
Í nýjustu íbúakönnuninni voru þátttakendur spurðir út í íbúalýðræði. Í þeim tilgangi var spurt: Hversu vel finnst þér sveitarfélagið leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúanna? Á Vesturlandi var þó nokkur breidd í niðurstöðum þessarar spurningar. Í Dölunum töldu hlutfallslega fæstir þátttakenda sveitarfélagið standa sig illa í að leita eftir sjónarmiðum íbúanna eða um 17% (sjá mynd). Dalirnir voru líka lægstir …
Skrifstofa SSV er lokuð 7.-8. maí
Skrifstofa SSV er lokuð dagana 7. – 8.maí vegna vinnuferðar starfsmanna. Starfsfólk SSV
Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í …
Vörumerkið mitt og vörumerkið Vesturland VINNUSTOFA
Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga að tileinka sér þekkingu til að efla starfsemi sína á vinnustofu, sem verður í Hjálmakletti í Menntaskólanum í Borgarnesi dagana 30. – 31. maí næstkomandi. Vinnustofan samanstendur af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun þátttakenda. Í þessari einstöku vinnustofu …
Hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu
Út er komin skýrslan Viðskiptahugmyndir á Vesturlandi. Skýrslan varpar ljósi á niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu sem framkvæmd var sumarið 2023. Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, NýVest og Gleipnir stóðu saman að frumkvöðla- og fyrirtækjamótinu Nýsköpun í Vestri þann 29. september 2023 og viðskiptahraðlinum Vesturbrú sem fram fór síðastliðinn vetur og var skoðanakönnunin liður í undirbúningi fyrir …
Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar rúmlega 18 milljónum
Miðvikudaginn 17. apríl var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin í Árbliki í Dalabyggð. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Þetta er þriðja úthlutun úr Frumkvæðissjóði Dalauðs. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Frestur til að sækja um í sjóðinn rann út …
Nýsköpun í skólastarfi – Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar
Menntaskóli Borgarfjarðar blæs til ráðstefnunnar „Nýsköpun í skólastarfi“ þann 17. Apríl næstkomandi. Ráðstefnan er hluti af skólaþróunarverkefni skólans sem hefur verið í gangi um nokkur skeið með góðum árangri, og hlaut skólinn viðurkenningu íslensku menntaverðlaunanna fyrir vikið. Ráðstefnan er með áherslu á STEM og STEAM námskerfið og kennslu innan þess og skapast því einstakt tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér …
Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar á Breiðafirði
„Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar“ var yfirskrift þriggja upplýsinga- og umræðufunda sem haldnir voru vegna verkefnis um framtíð Breiðafjarðar. Þriðji og síðasti fundurinn var haldinn á Birkimel á Barðaströnd, þriðjudaginn 26. mars, en áður voru sambærilegir fundir haldnir að Laugum í Sælingsdal og í Stykkishólmi. Að verkefninu stóðu Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, fyrir hönd stýrihóps …