SSV boðar til fundar á Teams miðvikudaginn 26. maí kl. 09:00-10:00. Á fundinum mun Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur fara yfir helstu niðurstöður úr skýrslu sem hann og fyrirtæki hans UMÍS hafa unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um Kolefnisspor Vesturlands. Skýrslan kom út fyrr í þessum mánuði og í henni koma fram mögulegar aðgerðir til að minnka kolefnissporið. Skýrsla: Kolefnisspor Vesturlands …
Ný skýrsla um Ísland ljóstengt leiðir í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verkefninu
Landsátakinu Ísland ljóstengt lýkur á þessu ári, en síðustu styrktarsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða voru undirritaðir í lok síðasta mánaðar. Vífill Karlsson hagfræðingur og atvinnuráðgjafi SSV vann skýrslu um Ísland ljóstengt fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og leiðir hún í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verkefninu. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að betri fjarskiptatengingar hafi …
Fab Lab smiðja Vesturlands á Akranesi tekin til starfa
Síðast liðinn föstudag var skrifað undir samstarfssamning um rekstur Fab Lab smiðju Vesturlands á Akranesi. Fab lab smiðjan er komin í stórt og glæsilegt húsnæði á Breiðinni og er það fagnaðarefni hvað vel hefur tekist til. Smiðjan verður nokkurs konar móðurstöð fyrir aðrar Fab Lab smiðjur á Vesturlandi og víðtækur samstarfsvettvangur skóla og fyrirtækja. Að henni standa 23 aðilar af …
Matvælasjóður auglýsir úthlutun í annað sinn: 630 milljónir til úthlutunar
Nú er fullt tilefni til að setjast niður og skrifa umsókn í matvælasjóð. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Umsóknarfrestur í Matvælasjóð er til og með 6. júní. Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð …
Unnið að tillögum um bætta þjónustu við aldraða á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gáfu á síðasta ári út Velferðarstefnu Vesturlands þar sem fjallað var um öll velferðarmál í landshlutanum; heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða einstaklinga, starfsendurhæfingu, æskulýðs- og forvarnamál og öldrunarþjónustu. Það má segja að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hafi að undanförnu í auknum mæli farið í stefnumótunarvinnu fyrir Vesturland og í kjölfar fundar með yfirmönnum …
Kynningarfundur um samfélagslegan ávinning af landsátakinu Ísland ljóstengt
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður bjóða til kynningarfundar á netinu miðvikudaginn 12. maí kl. 13:00-14:00 um einstakan árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins Ísland ljóstengt um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Þá verður …
Stjórn SSV bókar um rekstur hjúkrunarheimila
Stjórn SSV ræddi stöðu hjúkrunarheimila á stjórnarfundi þann 28. apríl síðast liðinn. Umræðan er í ljósi niðurstöðu skýrslu verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila og eftir umræðu samþykkti stjórn SSV svohljóðandi bókun: Í nýrri skýrslu sem unnin var af verkefnisstjórn, skipaðri af heilbrigðisráðherra til að greina rekstur hjúkrunarheimila, kemur skýrt fram að reksturinn hefur verið vanfjármagnaður undanfarin ár. Í skýrslunni …
Fjölmiðlar og landsbyggðir – málstofa í streymi
Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið. …
Hlaðvarpsþáttur vikunnar: Hvað verður um vestlenskt sorp?
Þáttur vikunnar í Hlaðvarpi SSV – Vesturland í sókn er komin í loftið Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir okkur frá því hvað verður um sorpið sem vestlenskir íbúar henda, hvað gerist í Fíflholtum og hvað felst í rekstri Sorpurðunar Vesturlands. Það er í mörg horn að líta þegar sorpmál eru annars vegar enda málaflokkurinn í sífelldri þróun og …
Sjávarkapers er fyrsti samstarfsviðburðurinn í Viðburðadagskrá Vesturlands 2021
Bændur á Bjarteyjarsandi í samstarfi við Crisscross matarferðir buðu til fjöruferða í Hvalfirði í apríl sl. þar sem Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur og Hinrik Carl Ellertsson meistarakokkur, höfundar bókarinnar “Íslenskir matþörungar” fóru um fjöruna á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þar sem þau fræddu sælkera um klóþang og aðra fjöruþörunga. Sóknaráætlun Vesturlands var samstarfsaðili í verkefninu og það er gleðilegt …