Taktu þátt í Ímyndarkönnun Vesturlands!

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa nú fyrir ímyndarkönnun Vesturlands en slík könnun var síðast gerð árið 2007. Við óskum því eftir að íbúar annarra landshluta taki þátt í könnuninni en þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði: *Útreiðartúr fyrir tvo hjá Fjeldsted hestum í Borgarfirði *Gjafabréf fyrir tvo í Sky Lagoon *Gjafabréf …

Vörðum leiðina saman

SSVFréttir

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.  Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSVFréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS ÚTHLUTUN JANÚAR 2023 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar     …

Háskólinn á Bifröst hlýtur veglegan styrk

SSVFréttir

Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Samtök sveitarfélag á Vesturlandi og Breið þróunarfélags auk samstsarfsaðila í 12 löndum, hlaut styrk uppá 64 milljónir króna fyrir verkefnið IN SITU. Verkefnið gengur útá að stunda rannsóknir á staðbundnu samhengi menningar og skapandi greina. Einnig stefnumótun og áhrif nýsköpunar í hinum dreifðari byggðum ásamt uppbyggingu á tengslaneti. Mun kjarni rannsóknanna vera á Íslandi, …

Ný Glefsa um Vesturland í fyrirtækjakönnun landshlutanna

VífillFréttir

Í dag fór smáritið Glefsa á heimasíðu SSV. Þar er í stuttu málið dregin út meginatriði Vesturlands í Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022. Hún var framkvæmd á fyrri hluta ársins eða í janúar til mars 2022 en síðast framkvæmd haustið 2019. Rúmlega 1600 fyrirtæki tóku þátt, þar af tæplega 200 af Vesturlandi. Þar kom m.a. fram að á Vesturlandi höfðu hlutfallslega fleiri …

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022

VífillFréttir

Í dag fór skýrslan Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022 á heimasíðu SSV. Hún gekk út á meta stöðu fyrirtækja í öllum landshlutum, væntingar þeirra, afstöðu í ýmsum málum og fyrirætlanir varðandi starfsmannamál og fjárfestingar ásamt ýmsu fleiru. Greining hennar byggir á skoðanakönnun þar sem 1.644 fyrirtæki tóku þátt, þar af 344 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. Meðal niðurstaðan var að finna: Fleiri fyrirtæki vilja …

Haustþing SSV verður haldið í Stykkishólmi

SSVFréttir

Haustþing SSV verður haldið á Fosshótel Stykkishólmi þann 21. og 22. september n.k. Dagskrá hefst kl. 13:00 á miðvikudaginn 21. september og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 12:30 fimmtudaginn 22. september. Þema þingsins verður samskipti ríkis og sveitarfélaga. Seturrétt á Haustþingi SSV eiga fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi sem kosnir eru fulltrúar á aðalfund SSV. Fulltrúar og gestir …

DalaAuður opnar fyrir styrki

SSVFréttir

Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða. Meginmarkmið verkefnisins eru: Samkeppnishæfir innviðir Skapandi og sjálfbært atvinnulíf Auðugt mannlíf Öflug grunnþjónusta Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.- Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, umsóknareyðublað …

Innflytjendur í kreppu á Íslandi

VífillFréttir

Í dag fór skýrslan „Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu“ eftir Vífil Karlsson á heimasíðu SSV. Hún gekk út á meta hvort innflytjendur á Íslandi stæðu verr að vígi á vinnumarkaði en innfæddir og var þá sérstaklega horft til atvinnuöryggis, úrvals atvinnu, möguleika til eigin atvinnurekstrar og launa. Einnig var skoðað hvort munur væri á milli höfuðborgarinnar og …