Samfélag fyrir starfsfólk – að koma til að vera

SSVFréttir

Áhugavert málþing var haldið á Hótel Hamri í Borgarbyggð þann 3. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu?“ Þar komu saman fulltrúar ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og annarra hagaðila til að ræða móttöku, inngildingu og búsetuskilyrði á svæðinu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Málþingið var haldið í samstarfi Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands, Samtaka ferðaþjónustunnar og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en …

Video source missing

Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi!

SSVFréttir

Þekkir þú óendanlega sniðugan krakka sem er með hugmynd að nafni sem fangar kraft og  gleði í menningu barna á Vesturlandi ? Taktu þátt í nafnasamkeppninni og láttu þína rödd heyrast! Sigurvegari keppninnar vinnur pizzaveislu fyrir sinn bekk eða deild á skemmtikvöldi og höfundur fær sérstakt viðurkenningarskjal. Útfærsla er varðar sigurvegara á framhaldsskólaaldri verður gerð í samráði við sigurvegara. Keppnin …

Íbúaþróun einna óhagfelldust við sjávarsíðuna

VífillFréttir

Lítill meðbyr virðist hafa verið með sjávarbyggðum á Vesturlandi, og í reynd um land allt, þegar horft er til íbúaþróunar til skemmri og lengri tíma. Íbúaþróun hefur m.ö.o. verið óhagfelldari í fiskveiðisamfélögum en öðrum samfélögum á landinu og óhagfelldari eftir því sem umfang greinarinnar eykst. Þetta gerist þó að laun séu góð í greininni borið saman við t.d. ferðaþjónustu. Íbúaþróun …

Hækkun veiðigjalda gæti komið illa við Vesturland

VífillFréttir

Mikill munur er á vægi sjávarútvegs eftir íslenskum sveitarfélögum eða allt frá því að hafa enga vigt upp í að bera uppi um 50% í útsvarsgrunni þeirra – en meirihluti tekna sveitarfélaga eru útsvarstekju. Tvö stór sveitarfélög á Vesturlandi, bæði á Snæfellsnesi, eru meðal 10 stærstu sveitarfélaga að þessu leyti, en þau eru nú 62 á landinu. Tilefnið af þessari …

Aðalfundur SSV 2025

SSVFréttir

Þann 26. mars fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og fleiri stofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi á seturétt á þessum aðalfundum og mættu fulltrúar úr öllum landshlutanum. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunar á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Eftir hádegi fóru fram aðalfundir Sorpurðunar Vesturlands og aðalfundur SSV þar sem reikningar voru lagðir fram …

Aðalfundur SSV ályktaði um neyðarfjárveitingu til vegamála

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi héldu sinn árlega aðalfund í gær 26. mars. Á fundinum var samþykkt ályktun um vegamál. Þar skora samtökin á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi. „Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn í Borgarnesi 26.03 2025 skorar á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi.   Þrátt …

Ferðaáform Íslendinga skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi

SSVFréttir

Nýjustu skýrslur Ferðamálastofu sýna að Íslendingar halda áfram að sækja í innanlandsferðir og útivist. Ferðaáform fyrir árið 2025 gefa skýra vísbendingu um tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Í könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga árið 2024 kemur fram að 89% landsmanna ferðuðust innanlands, þar af margir um Vesturland. Landshlutinn var meðal vinsælli áfangastaða – þar sem margir nefndu sérstaklega Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Vesturland …

Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL

SSVFréttir

Ferðaþjónustan skiptir máli! Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar. Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost? Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í …

Síðustu námskeiðin í „Leiðir til byggðafestu“

SSVFréttir

Bendum á að síðustu námskeiðin „Leiðir til byggðafestu“ eru sem hér segir, skráningar í hlekk við hvert námskeið hér að neðan. Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst að sækja námskeiðin á vegum Leiða til byggðafestu. – 31. mars, 1. og 3. apríl á netinu: Rekstur lítilla fyrirtækja með Jóni Snorra Snorrasyni prófessor við Háskólann á Bifröst. Á þessu …

Aðalfundur SSV verður haldin 26. mars nk.

SSVFréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 26. mars 2025.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 26. mars verður sem hér segir: Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands Kl.12:30 Hádegisverður Kl.13:15 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands Kl.14:15 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi   Eftirtaldir dagskrárliðir …