Ljóðasamkeppni Barnó og Júlíönu – hátíðar sögu og bóka

SSVBarnó, Fréttir

Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – BEST MEST VEST leiða saman hesta sína og blása til ljóðasamkeppni á meðal barna á mið- og unglingastigi grunnskólanna á Vesturlandi. Með þessu er gerð tilraun til að kanna hvort meðal barna í landshlutanum leynist skáld með bjarta framtíð í bókmenntalistum. Kallað er eftir innsendum tillögum í tveimur flokkum, …

BARNÓ er hafin! Húrra!

SSVBarnó, Fréttir

Barnamenningarhátíðin Barnó – BEST MEST VEST er nú farin af stað og viðburðir fyrir börn spretta fram um allt Vesturland. Markmið hátíðarinnar er að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í menningu, og því verður víða boðið upp á skapandi smiðjur og fjölbreytta menningarviðburði í öllum sveitarfélögum landshlutans. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn …

Vel heppnaður íbúafundur Dalaauðs

SSVFréttir

Þann 8. október síðastliðinn var blásið til íbúafundar á vegum Dalaauðs. Fundurinn var vel heppnaður og verkefnastjórn skilar þakklæti til þeirra sem tóku virkan þátt á fundinum. Síðustu vikur hafa bæði verið annasamar og erfiðar, og þótti verkefnastjórn sérstaklega vænt um að sjá Dalamenn koma saman og ræða verkefnið DalaAuð og hugsa samfélagið sitt til framtíðar á jákvæðan og uppbyggilegan …

Farsældarráð Vesturlands stofnað 1. október 2025

SSVFréttir

Miðvikudaginn 1. október var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu meðal sveitarfélaga og stofnanna á Vesturlandi og þar með var Farsældarráð Vesturlands stofnað. Farsældarráð Vesturlands er annað ráðið sem er stofnað á landinu og munu fleiri svæðisbundin farsældarráð verða stofnuð á landsvísu en þau eru í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.        …

Kveðja frá samstarfsfólki

SSVFréttir

    Hún Svala kom eins og stormsveipur inn í starfsmannahópinn hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).  Það var líf og fjör, gleði og gaman og öll verkefni leyst af dugnaði, krafti og miklum metnaði.  Það var ekkert verkefni of stórt eða of flókið, hún fann út úr hlutunum og reddaði málum. Alltaf tilbúin til að taka þátt í að efla …

Lokað vegna útfarar

SSVFréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð fimmtudaginn  2 okt. n.k. vegna útfarar samstarfskonu okkar Svölu Svavarsdóttur  

Sorpurðun Vesturlands hf. semur um kaup á starfsmannahúsnæði við Trésmiðjuna Akur

SSVFréttir

Sorpurðun Vesturlands  hefur samið við Trésmiðjuna Akur um smíði á starfsmanna- og þjónustuhúsi sem verður sett upp í Fíflholtum á Mýrum. Húsið mun verða sett niður á sama stað og núverandi þjónustuhús er staðsett en það var sett niður til bráðabirgða árið 1999.  Áætlað er að nýja húsið verði komið í Fíflholt í lok maí 2026. Það verður gaman að …

Tónaflakk Tónlistarmiðstöðvar á Akranesi

SSVFréttir

Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stendur fyrir fræðsluviðburði í Tónlistarskólanum á Akranesi mánudaginn 7. október kl. 17.00. Á viðburðinum kynna María Rut, framkvæmdastjóri, og Anna Rut, verkefnastjóri hjá Tónlistarmiðstöð, starfsemi miðstöðvarinnar og þann stuðning sem tónlistarfólk og aðrir sem starfa í íslenskum tónlistargeira geta nýtt sér. Meðal annars verður fjallað um hlutverk Tónlistarmiðstöðvar við að efla og …

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki til:   atvinnuþróunar og nýsköpunar menningarverkefna …

Gott að eldast – Ný nálgun á þjónustu við eldra fólk

SSVFréttir

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Þjóðin er að eldast og eldra fólk er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Í því felst ekki aðeins áskorun heldur einnig mikil tækifæri. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þessar breytingar. Undir heitinu Gott að eldast hefst nú ný vegferð þar sem stjórnvöld taka utan um málefni eldra fólks …