Laus störf hjá SSV og Markaðsstofu Vesturlands

SSVFréttir

Við hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  leitum eftir tveim einstaklingum í okkar góða hóp. Umsóknarfrestur er til 5 desember n.k. Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands – SSV Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Starfið felur í sér fjármálastjórnun fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir menningar-, atvinnu- …

Byggðaráðstefna og haustfundur landshlutasamtaka og Byggðastofnunar

SSVFréttir

Dagana 4.- 6. nóvember hittust fulltrúar landshlutasamtakana og Byggðastofnunar á fundum í Mývatnssveit. Fulltrúar SSV á þessum fundum voru framkvæmdastjóri, atvinnuráðgjafar og farsældarfulltrúi. Dagskráin hófst með Byggðaráðstefnunni þann 4. nóvember og var þema ráðstefnunnar að þessu sinni Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan var vel sótt og erindin mörg og fjölbreytt. Fram kom að lýðfræðilegar breytingar kalli …

Öll börn með!

SSVBarnó

Fimmtudaginn 13. nóvember fór fram ráðstefnan „Öll börn með“ á Garðavöllum á Akranesi, þar sem saman komu stjórnendur og listafólk sem vinna að menningarstarfi fyrir börn um land allt. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Listar fyrir alla fyrir hönd menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðuneytisins, SSV og Akraneskaupstaðar. Ráðstefnan markaði lok Barnó – Best Mest Vest í ár, sem lauk daginn eftir. Logi Einarsson …

Startup Landið 2025 lokaviðburður

SSVFréttir

Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall þar sem þátttakendur fá fræðslu, sækja vinnustofur og taka þátt í mentorafundum með reynslumiklum aðilum úr atvinnulífinu. Hraðallinn hefur þannig …

Ég bý í sveit – Málþing um leiðir til byggðafestu

SSVFréttir

Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið  málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum. Á málþinginu verður fjallað um byggðaþróun og nýsköpun  auk þess sem flutt verða erindi um áhugaverð nýsköpunarverkefni á …

Bilun hjá Norðuráli gæti dregið úr tekjum sveitarfélaga á Vesturlandi um 312 milljónir króna

VífillFréttir

Bilun í búnaði hjá Norðuráli á Grundartanga 21. október 2025 veldur miklum áhyggjum á Vesturlandi, þar sem framleiðslugeta verksmiðjunnar gæti dregist saman um tvo þriðju hluta á meðan viðgerðir standa yfir. Í Glefsunni var spurt: Hversu mikið lækkuðu tekjur þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi ef sama hlutfall starfsmanna Norðuráls misstu vinnuna í 12 mánuði? Samkvæmt úttekt Vífils Karlssonar fyrir Samtök sveitarfélaga …

Starfamessur í framhaldsskólum á Vesturlandi

SSVFréttir

Nýlega voru haldnar starfamessur í öllum þremur framhaldsskólunum á Vesturlandi. Starfamessurnar voru hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands „Veldu Vesturland“ og var unnið í samstarfi SSV og framhaldsskólanna. Hver starfamessa var skipulögð og undirbúin af undirbúningshóp á hverju svæði sem í sátu fulltrúar SSV, viðkomandi framhaldsskóla, sveitarfélaga og grunnskóla. Áhersla var lögð á að kennarar og náms- og starfsráðgjafar innan grunnskólanna …

Ljóðasamkeppni Barnó og Júlíönu – hátíðar sögu og bóka

SSVBarnó, Fréttir

Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – BEST MEST VEST leiða saman hesta sína og blása til ljóðasamkeppni á meðal barna á mið- og unglingastigi grunnskólanna á Vesturlandi. Með þessu er gerð tilraun til að kanna hvort meðal barna í landshlutanum leynist skáld með bjarta framtíð í bókmenntalistum. Kallað er eftir innsendum tillögum í tveimur flokkum, …

BARNÓ er hafin! Húrra!

SSVBarnó, Fréttir

Barnamenningarhátíðin Barnó – BEST MEST VEST er nú farin af stað og viðburðir fyrir börn spretta fram um allt Vesturland. Markmið hátíðarinnar er að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í menningu, og því verður víða boðið upp á skapandi smiðjur og fjölbreytta menningarviðburði í öllum sveitarfélögum landshlutans. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn …