FORVITNIR FRUMKVÖÐLAR hádegisfundir hefjast á ný

SSVFréttir

Hádegiserindi Forvitinna frumkvöðla hefjast á ný eftir hlé eftir áramót þegar fjallað verður um samfélagslega nýsköpun og hlutverk hennar í byggðaþróun. Fyrsti fyrirlestur ársins, „Forvitnir frumkvöðlar: Þegar íbúar móta framtíðina – samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar“ fer fram á Teams þriðjudaginn 6. janúar klukkan 12 á hádegi. Athugið að viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasöm geta skráð sig til þátttöku …

Þjónusta sveitarfélaga eftir stærð þeirra

VífillFréttir

Á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst er komin út greinin „Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa“. Greinin birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál í dag. Þar kemur fram að íbúar fjölmennari sveitarfélaga eru töluvert ánægðari með þjónustu sem þau veita en íbúar þeirra fámennari. Það á aðallega við …

Kynning á niðurstöðum umhverfismats Aurora fiskeldi vegna landeldi á laxi á Grundartanga í Hvalfirði.

SSVFréttir

Aurora fiskeldi og EFLA munu halda kynningarfund á Hótel Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 17. desember n.k kl. 17:30 Kynning á niðurstöðum umhverfismats er hluti af umhverfismatsferli og mikilvægur liður í að hagaðilar og almenningur hafi vettvang til að kynna sér helstu niðurstöður og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Dagsskrá: 1.       Aðstandendur félagsins munu kynna framkvæmdina 2.       EFLA mun fara yfir helstu …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs auglýsir eftir styrkjum

SSVFréttir

Búið er að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Umsóknarfresturinn er til 21. janúar 2026, kl. 12.00 á hádegi. DalaAuður er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar og er undir hatti brothættra byggða. DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. Liður í því …

Farsældardagur Vesturlands 2025 – öflug samvinna til farsællar framtíðar barna

SSVFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn þann 28. nóvember síðastliðinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem ríflega 100 manns komu saman til að efla farsæld barna og ungmenna á svæðinu. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að vinna að málefnum barna með einum eða öðrum hætti — í skólum, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, frístundastarfi, sveitarfélögum og fjölmörgum samstarfsaðilum. Þetta er í annað skiptið sem Farsældardagurinn er …

Ég bý í sveit- Málþing um leiðir til byggðafestu

SSVFréttir

Þriðjudaginn 18. nóvember var haldið málþing að Laugum í Sælingsdal undir yfirskriftinni  Ég bý í sveit. Málþingið var lokahnykkur á verkefninu Leiðir til byggðafestu sem var samstarfsverkefni SSV, SSNV og Vestfjarðastofu. Verkefnið sneri sértaklega að því að greina tækifærin og efla nýsköpun á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið hófst á erindum Hlédísar Sveinsdóttur og Björns Bjarnasonar en …

Úrslit í ljóðasamkeppni Júlíönu og Barnó

SSVBarnó

Ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíðar sögu og bóka í Stykkishólmi – og Barnó – BEST MEST VEST er nú lokið og sýna niðurstöður að kraftmikill sköpunarvilji býr meðal ungs fólks á Vesturlandi. Keppnin var opin öllum nemendum á mið- og unglingastigi grunnskólanna á svæðinu og bárust fjölmörg ljóð víða að. Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 6. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar, hlaut fyrsta …

Laus störf hjá SSV og Markaðsstofu Vesturlands

SSVFréttir

Við hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  leitum eftir tveim einstaklingum í okkar góða hóp. Umsóknarfrestur er til 5 desember n.k. Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands – SSV Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða verkefnastjóra fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Starfið felur í sér fjármálastjórnun fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og umsjón með Uppbyggingarsjóði Vesturlands, sem styrkir menningar-, atvinnu- …

Byggðaráðstefna og haustfundur landshlutasamtaka og Byggðastofnunar

SSVFréttir

Dagana 4.- 6. nóvember hittust fulltrúar landshlutasamtakana og Byggðastofnunar á fundum í Mývatnssveit. Fulltrúar SSV á þessum fundum voru framkvæmdastjóri, atvinnuráðgjafar og farsældarfulltrúi. Dagskráin hófst með Byggðaráðstefnunni þann 4. nóvember og var þema ráðstefnunnar að þessu sinni Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan var vel sótt og erindin mörg og fjölbreytt. Fram kom að lýðfræðilegar breytingar kalli …

Öll börn með!

SSVBarnó

Fimmtudaginn 13. nóvember fór fram ráðstefnan „Öll börn með“ á Garðavöllum á Akranesi, þar sem saman komu stjórnendur og listafólk sem vinna að menningarstarfi fyrir börn um land allt. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Listar fyrir alla fyrir hönd menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðuneytisins, SSV og Akraneskaupstaðar. Ráðstefnan markaði lok Barnó – Best Mest Vest í ár, sem lauk daginn eftir. Logi Einarsson …