Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

SSVFréttir

  Umsóknarfrestur er til hádegis 29. febrúar 2024.   Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Samtals eru 18.375.000 kr. til úthlutunar að þessu sinni. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV ( https://ssv.is/atvinnuthroun/brothaettar-byggdir-dalaaudur/ ) Yfirlit yfir þau verkefni sem fengið hafa styrk má finna á vef Byggðastofnunar ( https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/brothaettar-byggdir/dalabyggd ) Nánari upplýsingar og aðstoð við …

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 – Opið fyrir umsóknir

SSVFréttir

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2024   Nánari upplýsingar á vef Norðanáttar

Ellefu tilboð bárust í gerð nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum

SSVFréttir

Í dag verður undirritaður verksamningur milli Sorpurðunar Vesturlands hf. og Óskataks ehf. í Kópavogi um jarðvinnu verk sem ber nafnið ,,Fíflholt stækkun – Rein 5.“ Verkið var boðið út í nóvember á síðasta ári og voru tilboð opnuð 8. desember. Alls buðu ellefu fyrirtæki í verkið og var einungis eitt þeirra hærra en leiðrétt kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu, en hún hljóðaði …

Seinni lota Vesturbrúar farin af stað

SSVFréttir

Seinni lotan í Vesturbrú fer af stað með krafti og mikill fróðleikur verið lagður inn hjá teymunum okkar. Lotan hófst með ráðgjafafundum þar sem teymin gátu sótt í viskubrunn atvinnuráðgjafa  SSV,  Helgu og Hrafnhildi, ásamt Svövu í RATA og Thelmu hjá Nývest. Fimmtudaginn 11. janúar var svo staðarlota í Sjóminjasafninu á Hellissandi. Dagurinn hófst á umræðum um fjárfesta og tækifæri …

Fjármál sveitarfélaga: Íbúaþróun og veltufé frá rekstri

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir sem fjallar um fjármál sveitarfélaga þar sem einblínt var á samhengi íbúaþróunar, fjárfestinga og veltufjár frá rekstri í sveitarfélögum á Vesturlandi. Veltufé frá rekstri er framlag rekstrar upp í afborganir af lánum og fjárfestingar. Tilefni viðfangsefnisins voru fréttir snemma á árinu 2023 af óvenjulegri stöðu í Sveitarfélaginu Árborg þar sem fjárhagsstaðan var slæm þrátt …

Fundur: Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi

SSVFréttir

SSV stendur fyrir fundi um fjarskiptamál á Vesturlandi mánudaginn 22 janúar.  Fundurinn hefst kl. 09:00.  Á fundinum mun Þorsteinn Gunnlaugsson ráðgjafi hjá Gagna kynna nýja skýrslu um stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi sem hann vann á s.l. ári.  Allir velkomnir. Skýrsla: Staða á fjarskiptamálum á Vesturlandi 2023 Til að fá fundarboð á Teams þarf að skrá sig á fundinn hér að …

Heimsókn til Brunavarna Árnessýslu

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um aukið samstarf slökkviliða á Vesturlandi.  Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum á Vesturlandi en Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi er formaður hópsins.  Í síðustu viku heimsótti hópurinn, ásamt slökkviliðsstjórum á Vesturlandi,  Brunavarnir Árnessýslu til að fræðast um starfsemi þeirra og skipulag en Brunavarnir Ársnessýslu er sameiginlegt verkefni allra átta sveitarfélaganna í …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar rúmlega 46 milljónum

SSVFréttir

Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni var úthlutunarhátíðin haldin í Hjálmakletti Borgarnesi og mættu rúmlega 120 manns. Páll S. Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV …

Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum

VífillFréttir

Rétt fyrir jól kom út greinin „Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum“ í sérhefti tímaritsins Íslenska þjóðfélagið. Í henni er fyrri greining á stöðu innflytjenda tekin lengra og bætt og þó sérstaklega m.t.t. byggðavinkilsins. Margt kemur þarna fram en hið áhugaverðasta er að innflytjendur njóta ekki svokallaðs borgarhagræðis á vinnumarkaði líkt og  Íslendingar njóta, t.d. í …

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 – Opið fyrir umsóknir

SSVFréttir

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.