Væntingar fyrirtækja á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Bjartsýni fyrirtækja á Vesturlandi færist áfram í aukana á milli ára þegar horft er til svara við spurningum, sem lúta að væntingum þeirra um framtíðina, í könnun sem gerð var í desember 2015. Þetta sést á því hvernig þau svara spurningum er tengjast mannaráðningum, fjárfestingum, afkomu þeirra og efnahagsútliti almennt. Nánari greining gaf til kynna að það væru helst fyrirtæki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu sem vildu ráða fólk. Ferðaþjónusta og

Úthlutunarhátið Uppbyggingarsjóðs

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin fimmtudaginn 31. mars kl. 16 í Tónbergi, sal ´Tónlistarskólans á Akranesi. Sendar hafa verið út tilkynningar til þeirra sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum en þau leiðu mistök áttu sér stað að vikudagurinn er ekki réttur í þeirri tilkynningu. Það áréttast hér með, fimmturdagurinn, 31. mars n.k. kl. 16.

Fundur í kvöld um menningarstefnu fyrir Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV boðar hér með til fundar um menningarstefnu fyrir Vesturland, miðvikudaginn 16. mars kl. 17:30 til kl 20:30. Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8, í húsnæði SSV. Áhugafólk um menningu er hvatt til þess að mæta, sérstaklega þeir sem eru að sinna menningarverkefnum í Borgarbyggð eða hafa áhuga á slíku starfi. Hér er tækifærið til að hafa áhrif á menningarstefnuna.

Átak til atvinnusköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Opið er fyrir umsóknir í verkefnið Átak til atvinnusköpunar. Umsóknafrestur er til kl. 12:00 á hádegi 30. mars. Sjá auglýsingu hér.

Viðtalstímar – Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Mánudagur 8. febrúar Akranes og Hvalfjarðarsveit Kl.10:00-12:00 Ráðhúsið, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit Kl.14:00-16:00 Bæjarskrifstofan, Stilliholti 16-18, Akranesi Miðvikudagur 10. febrúar Búðardalur og Borgarnes Kl.10:00-12:00 Stjórnsýsluhúsið, Miðbraut 11, Búðardalur Kl.14:00-16:00 Skrifstofa SSV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Fimmtudagur 11. febrúar Snæfellsnes Kl.10:30-12:30 Bæjarskrifstofan, Hafnargötu 3, Stykkishólmi Kl.13:00-15:00 Bæjarskrifstofan, Borgarbraut 16, Grundarfirði Kl.15:30-17:30 Átthagastofa Snæfellsbæjar,

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Sóknaráætlun Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands – sjá auglýsingur hér. Allar upplýsingar vegna umsókna í sjóðinn eru hér vinstra megin á síðunni undir hnappi sem á stendur Sóknaráæltun Vesturlands (Uppbyggingarsjóður).

Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til hvernig verkefnið styður við markmið sjóðsins, vísindalegs- og hagnýts gildis

Stjórnarfundur á Akranesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn SSV fundaði nýverið á Akranesi. Í kjölfar fundarins var farið í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi stofnunarinnar og helstu áherslur í starfseminni árið 2016. Eftir kynningu Guðjóns voru líflegar umræður um stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi, en auk Guðjóns sátu þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar og Þórir Bergmundsson framkvæmdstjóri lækninga og rekstrar fundinn og tóku þátt í umræðum. Þetta var fróðleg

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á árinu 2015 var úthlutað rúmlega 48 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnaefnastyrkjum á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála var úthlutað einu sinni á árinu en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar tvisvar. Sjóðurinn hefur á árinu 2016, 55 milljónir til ráðstöfunar og verður auglýst í næstu viku (viku 4) eftir umsóknum, en umsóknarfrestur mun verða til 15. febrúar. Upplýsingar varðandi umsóknirnar, verklagsreglur og eyðublöð verða þá komin á vefinn.