Listagjöf um allt land!

SSVFréttir

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf – að þessu sinni um land allt! SSV lagði verkefninu lið sem er áframhald af listagjöf á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vetur sem tókst með miklum ágætum. Frá og með hádegi næstkomandi mánudag, 14. desember, mun almenningur getað pantað Listagjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu …

Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs Vesturlands og stjórnar SSV

SSVFréttir

Ungmennaráð Vesturlands og stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) héldu sameiginlegan fund miðvikudaginn 2. desember s.l.   Margt var til umræðu enda er hlutverk ungmennaráða að miðla upplýsingum og áherslum til sveitarstjórna. Meðal annars ræddi Ungmennaráð Vesturlands búsetumöguleika ungs fólks á Vesturlandi og hvað tæki við fyrir ungt fólk sem væri að ljúka námi og vildi setjast að í sinni heimabyggð. …

Skaginn 3X hlýtur Nýsköpunarverðlaun Vesturlands 2020

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi afhentu í gær Nýsköpunarverðlaun Vesturlands fyrir árið 2020. Að þessu sinni var það Skaginn 3X sem hlaut verðlaunin. Undanfarin fjögur ár hafa Nýsköpunarverðlaun Vesturlands verið veitt fyrirtækjum sem þykja hafa komið fram með áhugaverðar nýjungar í rekstri. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)  hafa umsjón með valinu en sá háttur er hafður á að atvinnuráðgjafar SSV tilnefna …

Jólatónleikar á Vesturlandi

SSVFréttir

Nú á tímum Covid19 er hægara sagt er gert að halda uppi hefðbundnu tónleikahaldi á Vesturlandi sem og annarsstaðar. En listafólkið í landshlutanum lætur ekki deigan síga og í flestum plássum hafa tónlistarmenn flutt tónleika á streymi. Það er því engin ástæða til að örvænta, heldur smella sér í jólagírinn með því að njóta tónlistarinnar heima í stofu. Það er …

Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

SSVFréttir

Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Pólsk stjórnvöld leggja til 5. milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 – 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, …

Ratsjáin – umsóknarfrestur rennur út á morgun 1. desember

SSVFréttir

  Nú fer hver að verða síðastur að senda inn umsókn í Ratsjánna en umsóknarfrestur rennur út á morgun 1.desember. Ratsjáin er 16 vikna nýsköpunarhraðall sem er hugsaður til að efla stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum.  Leitað er eftir metnaðarfullum stjórnendum sem eru m.a tilbúnir að fá innblástur að nýjum aðferðum við að leysa gömul vandamál. Fá þjálfun við …

Kynningarfundur – Ratsjáin svæðisbundin og samtengd í senn

SSVFréttir

Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði fimmtudaginn 26. nóvember kl. 11:00-12:00. Ný útgáfa að Ratsjánni – svæðisbundin og samtengd í senn fer af stað í upphafi árs 2021. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Ratsjáin …

Ratsjáin – verkfæri og verkefni til framfara fyrir ferðaþjónustuna

SSVFréttir

Sjö landshlutasamtök í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og RATA, hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, sem er sameiginlegt verkefni til að efla viðkomandi fyrirtækin til að takast á við ýmsar áskoranir á erfiðum tímum. Verkefnið hefst í janúar og lýkur um miðjan apríl 2021. Ratsjáin er ákveðið …