Íbúaþing í Dalabyggð 26.-27. mars

SSV Fréttir

Dagana 26. og 27. mars nk. er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins í Dalabyggð boðið til íbúaþings. Með þinginu hefst verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð. SSV er samstarfsaðili í verkefninu „Brothættar byggðir í Dalabyggð“ og verða fulltrúar frá samtökunum þátttakendur á íbúaþinginu. UM ÍBÚAÞINGIÐ Þeir sem mæta sjá alfarið um að móta umræðuefni og stefnu þingsins, því íbúar og þeirra hagsmunir eru …

Reykholtshátíð tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna

SSV Fréttir

Á dögunum voru opinberaðar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og þar á meðal er Reykholtshátíð 2021 sem tilnefnd er til verðlauna í flokki tónlistarviðburður ársins og hátíðir í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Hátíðin í fyrra var haldin í skugga samkomutakmarkana, en þó náðist að halda hana með eðlilegu sniði á milli covidbylgna. Verkefnið var styrkt sérstaklega í gegnum verkefnið Viðburðir á …

Vel heppnað Ungmennaþing á Snæfellsnesi

SSV Fréttir

Síðastliðna helgi komu ungmenni víðsvegar af Vesturlandi saman í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi og héldu ungmennaþing. Með í för voru æskulýðs- og tómstundarfulltrúar og menningar- og velferðarfulltrúi SSV. Fulltrúar komu frá sex sveitarfélögum á Vesturlandi og voru ýmis mál rædd í umræðuhópum. Öll mál í okkar samfélagi eru mál ungs fólks og þingið sannar að ungt fólk hefur sterkar skoðanir og …

Ungmenni á Vesturlandi þinga á Snæfellsnesi

SSV Fréttir

Ungmennaþing Vesturlands fer fram nú um helgina í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi. Ungmenni allstaðar að af Vesturlandi koma saman og ræða málefni sem brenna á ungu fólki sem býr í landshlutanum. Umræðuefnin verða fjölbreytt og má þar nefna samgöngumál, búsetu ungs fólks, félagsstarf unglinga, sálfræðiþjónustu og svona má lengi telja. Jafnframt er frambjóðendum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar boðnir að taka þátt í …

Aðalfundur SSV fer fram miðvikudaginn 16. mars

SSV Fréttir

AÐALFUNDARBOÐ Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 16. mars 2022. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 16. mars verður sem hér segir: Kl.09:30        Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15         Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15    …

Vel heppnuð málstofa á Akranesi

SSV Fréttir

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands stóð fyrir málstofu á Akranesi í gær, í samstarfi við Akraneskaupstað, AECO og Faxaflóahafnir þar sem rætt var um tækifæri og áskoranir í komu skemmtiferðaskipa í Akraneshöfn. Tækifæri í móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Vesturlandi Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands, ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. …

Menningarstefna Vesturlands 2021-2024 kemur út

SSV Fréttir

Menningarstefna Vesturlands 2021-2024 hefur nú formlega verið gefin út. Að þessu sinni er hún rafræn og má nálgast hana hér. Þá hafa verið frumsýnd stutt kynningarmyndbönd þar sem undirstefna hvers kafla er kynnt, en myndböndin sýna jafnframt hversu fjölbreytt og öflugt menningarstarf er á Vesturlandi. Menningarstefnan er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands. Hún var samþykkt í lok síðasta árs og er í …

VERKEFNASTJÓRI BROTHÆTTRA BYGGÐA Í DALABYGGÐ

SSV Fréttir

Hefur þú brennandi áhuga á uppbyggingu samfélaga? Við auglýsum eftir verkefnisstjóra til að leiða verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Verkefnið er fjölbreytt og tengist byggðaþróun í víðum skilningi. Verkefnið er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Dalabyggðar. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og þarf …