Fyrir rúmri viku fjallaði Gísli Einarsson um búferlaflutninga úr borginni eða stóru þéttbýli í þau minni eða í dreifbýlið (SMELLIÐ HÉR). Vífill Karlsson hjá SSV var einn viðmælenda og studdist hann í umsögn sinni m.a. við rannsókn sem birt var á þessu ári í erlendu tímariti (SMELLIÐ HÉR) og sýnir að fasteignaverð er einn af þeim þáttum sem leika þarna …
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun janúar 2025 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU: – Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar – Verkefnastyrkir til menningarmála – …
Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Vekjum athygli á fundi HMS og Samtaka iðnaðarins í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaganna.
Samkomuhúsið Breiðablik – Íbúa- og gestastofa á Snæfellsnesi
Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi um að svæðisgarðurinn taki að sér umsjón með verkefninu um íbúa- og gestastofu á Breiðabliki. SSV fékk styrk úr Byggðaáætlun að upphæð 10 m.kr. til verkefnisins, en umsóknin var samstarfsverkefni Eyja- og Miklaholtshrepps, Svæðisgarðsins og SSV. Í verkefninu felst uppbygging á starfsemi íbúa- og gestastofu og efling á …
Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kynnti áform um úthlutunina fyrr í haust en veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun. Nánar má lesa um þetta og …
Uppbyggingarsjóður úthlutaði styrkjum til 16 verkefna
Síðastliðinn föstudag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 14 milljónum til 13 atvinnu- og nýsköpunarverkefna og 20 milljónum til öndvegisstyrkja. Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðladags Vesturlands undir heitinu „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Dagskráin hófst kl. 13 og …
Ný störf innan íþróttahreyfingarinnar á Vesturlandi
Sextán ný stöðugildi innan íþróttahreyfingarinnar má nú finna um land allt á vegum UMFÍ og ÍSÍ en þar starfa nú svæðisfulltrúar á þeirra vegum í þeim tilgangi að efla íþróttahéruð og íþróttahreyfinguna. Tilkomu þessara stöðugilda, sem tilheyra svokölluðum svæðisstöðvum, má rekja til þess að mennta- og barnamálaráðuneytið setti fram stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2030 þar sem markmið voru meðal …
Bára ráðin verkefnastjóri hjá SSV
Gengið hefur verið frá ráðningu verkefnastjóra farsældarmála hjá SSV, en til starfsins hefur verið ráðin Bára Daðadóttir félagsráðgjafi á Akranesi. Bára hefur lokið BA í félagsráðgjöf og MA námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði velferðar- og farsældarmála. Þannig hefur Bára starfað sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar og verið félagsrágjafi hjá Akraneskaupstað og Kópavogsbæ. …
Fundur um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október. Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. …