Ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíðar sögu og bóka í Stykkishólmi – og Barnó – BEST MEST VEST er nú lokið og sýna niðurstöður að kraftmikill sköpunarvilji býr meðal ungs fólks á Vesturlandi. Keppnin var opin öllum nemendum á mið- og unglingastigi grunnskólanna á svæðinu og bárust fjölmörg ljóð víða að. Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 6. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar, hlaut fyrsta …
Öll börn með!
Fimmtudaginn 13. nóvember fór fram ráðstefnan „Öll börn með“ á Garðavöllum á Akranesi, þar sem saman komu stjórnendur og listafólk sem vinna að menningarstarfi fyrir börn um land allt. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Listar fyrir alla fyrir hönd menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðuneytisins, SSV og Akraneskaupstaðar. Ráðstefnan markaði lok Barnó – Best Mest Vest í ár, sem lauk daginn eftir. Logi Einarsson …
Ljóðasamkeppni Barnó og Júlíönu – hátíðar sögu og bóka
Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – BEST MEST VEST leiða saman hesta sína og blása til ljóðasamkeppni á meðal barna á mið- og unglingastigi grunnskólanna á Vesturlandi. Með þessu er gerð tilraun til að kanna hvort meðal barna í landshlutanum leynist skáld með bjarta framtíð í bókmenntalistum. Kallað er eftir innsendum tillögum í tveimur flokkum, …
BARNÓ er hafin! Húrra!
Barnamenningarhátíðin Barnó – BEST MEST VEST er nú farin af stað og viðburðir fyrir börn spretta fram um allt Vesturland. Markmið hátíðarinnar er að börn skapi, njóti og taki virkan þátt í menningu, og því verður víða boðið upp á skapandi smiðjur og fjölbreytta menningarviðburði í öllum sveitarfélögum landshlutans. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn …
BARNÓ – BEST MEST VEST kallar eftir atriðum til þátttöku!
Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Nú er komið að því að móta dagskrána og því er kallað eftir atriðum sem geta auðgað hátíðina. …
BARNÓ – BEST MEST VEST!
Barnamenningarhátíð Vesturlands – sem haldin verður í fyrsta skipti yfir allan landshlutann í haust hefur hlotið nafn. Dómnefnd, skipuð börnum víðsvegar að af Vesturlandi hittust á Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi og völdu nafnið. Þau gerðu gott betur, en slagorð hátíðarnnar var valið úr tillögunum. Sú tillaga sem var hlutskörpust var Barnó og er höfundur hennar Kristín Lind Estrajher sem er …
Barnamenningarhátíð Vesturlands hlýtur hæsta styrk úr Barnamenningarsjóði
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra með Elfu Lilju Gísladóttur, verkefnastjóra Listar fyrir alla, Anna Sigríður Arndal frá Vestfjarðarstofu, Signý Ormarsdóttir hjá Austurbrú og feðgarnir Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi og Dagur Sigurður fyrir hönd SSV. Á degi barnsins, sem er alltaf síðasta sunnudaginn í maí-mánuði var úthlutað styrkjum úr Barnamenningarsjóði. SSV var þá úthlutað hæsta styrknum, eða 5,5 milljónum til að halda Barnamenningarhátíð Vesturlands …





