Að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vann Deloitte samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Hér má lesa skýrsluna: https://ssv.is/wp-content/uploads/2018/10/Deloitte-%C3%BAttekt-%C3%A1-rekstri-sj%C3%A1var%C3%BAtvegs-%C3%AD-nor%C3%B0vesturkj%C3%B6rd%C3%A6mi.pdf
Haustráðstefna um byggingarúrgang
Haustráðstefna um byggingarúrgang er samvinnuverkefni milli FENÚR, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00 – 16.30. Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf. Umfang byggingariðnaðar hefur vaxið mikið undanfarin ár. Verkefnin eru fjölmörg, m.a. við nýbyggingar, endurbætur og niðurrif. Við alla þessa byggingarstarfsemi myndast mikið magn af byggingarúrgangi. Hver er staðan …
Byggðaráðstefnan 2018
Byggðaráðstefnan 2018 var haldin 16. og 17. október á Fosshótel Stykkishólmi. Byggðaráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 2014 en henni er ætlað að vera vettvangur nýrra rannsókna, reynslu af hagnýtu starfi og umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?“ Að …
Fjármálaráðstefnan 2018
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, sem haldin er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga á hverju hausti, fór fram á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, 11. – 12. október. Meginþema ráðstefnunnar að þessu sinni var að ræða frá ýmsum hliðum verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ásamt þeim gráu svæðum sem óskýr verkaskipting leiðir til í opinberri þjónustu. Fjármálaráðstefnan er fjölmennasti …
Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja.
Dagana 8. til 14. október fer fram alþjóðlegt átak í söfnun raftækja en ljóst er að þau skila sér í allt of litlu mæli til endurvinnslu. Laugardaginn 13. október verður sérstakur átaksdagur þar sem fólk er hvatt til að koma með raftæki í endurvinnslu og framvegis verður um alþjóðlegan árlegan viðburð að ræða. Átakið er sett af stað að frumkvæði …
Ný stjórn SSV.
Á Haustþingi SSV sem fór fram 20 og 21 september s.l. var kosin ný stjórn SSV. Eftirtaldir fulltrúar sitja í stjórn: Eggert Kjartansson formaður Eyja og Miklaholtshrepp Einar Brandsson Akraneskaupstað Bára Daðadóttir Akraneskaupstað Lilja Ágústsdóttir Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir Borgarbyggð Eyjólfur Ingvi Bjarnason Dalabyggð Jósef Ó. Kjartansson Grundarfjarðarbæ Sif Matthíasdóttir Helgafellssveit Björgvin Helgason Hvalfjarðarsveit Árni Hjörleifsson Skorradalshrepp Björn Hilmarsson Snæfellsbæ Jakob …
FRESTUR FRAMLENGDUR TIL 9. OKTÓBER – UPPBYGGINGARSJÓÐUR
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar í síma 433-2310 eða senda fyrirspurn á netfangið: uppbyggingarsjodur@ssv.is Frestur til að skila inn umsóknum hefur verið framlengdur til miðnættis þann 9. október 2018.
Fimm sveitarstjórnarfulltrúar heiðraðir á Haustþingi SSV
Á Haustþingi SSV sem fram fór á Bifröst nýverið voru fimm sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi heiðraðir fyrir langt og gifturíkt starf að sveitarstjórnarmálum, en þau létu öll af störfum s.l. vor. Þetta voru þau Sturla Böðvarsson Stykkishólmi, Ingibjörg Pálmadóttir Akranesi, Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit og Innri-Akraneshreppi, Bjarki Þorsteinsson Borgarbyggð og Kristján Þórðarson Snæfellsbæ. Þeim er öllum þakkað fyrir vel unnin störf á …
Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi dagskrá.
Nú liggur dagskrá Byggðarástefnunnar fyrir. Byggðaráðstefnan verður haldin dagana 16. og 17. október nk. á Fosshótel Stykkishólmi en yfirskrift ráðstefnunnar er „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær. Dagskrá má sjá hér fyrir neðan. dagskra-byggdaradstefnan-2018-endanleg
Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja
Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja Hvað verður um rafeindatæki á þínu heimili og þínum vinnustað ? Alþjóðlegt átak verður í söfnun raftækja í október 2018. Laugardagurinn 13. Október verður sérstaklega helgaður átakinu. Ástæða þess að blásið er til átaks í söfnun er sú að rafeinda- og raftæki eru að skila sér í alltof litlu mæli inn til endurvinnslu. Um …