Kári Viðarsson og Frystiklefinn hljóta Landstólpann 2025

SSVFréttir

Kári Viðarsson, leikari og menningarfrömuður í Rifi, hefur hlotið Landstólpann 2025 – viðurkenningu Byggðastofnunnar fyrir einstakt framlag til samfélags og menningarlífs á Snæfellsnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin fer til aðila á Vesturlandi. Landstólpinn er árleg viðurkenning sem veitt er einstaklingum, hópum eða verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun, styrkt samfélag sitt og sýnt frumleika og …

Öruggt Vesturland – fjölmenni á samráðsfundi

SSVFréttir

Nær hundrað manns tóku þátt í fyrsta samráðsfundi Öruggara Vesturlands í gær, 6. maí 2025 að Hótel Hamri í Borgarnesi.  Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum fyrir rúmu ári síðan. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar, þar af öll sveitarfélögin í landshlutanum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, mennta- og fjölbrautaskólar á Vesturlandi, Vesturlandsprófastsdæmi, Íþróttasamböndin, sýslumaðurinn á Vesturlandi, Samtök sveitarfélaga …

Opinn fundur – Landsnet – Kerfisáætlun 2025-2034

SSVFréttir

Höldum áfram samtalinu um kerfisáætlun Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verðum við í Borgarnesi og bjóðum íbúa að taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð raforkukerfisins. Við viljum heyra frá þér – hvaða áskoranir blasir við? Hvar liggja tækifærin? Komdu og láttu rödd þína heyrast. Við hlökkum til að sjá ykkur – þátttaka þín skiptir máli!

Opið kall: Styrkir til verkefna í anda hringrásarhagkerfisins

SSVFréttir

Áhersluverkefni sóknaráætlunar; Flokkun í anda hringrásarhagkerfisins hefur verið í gangi  undanfarin ár. Meðal þess sem unnið hefur verið að í þessu verkefni er ráðgjöf til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna breytinga á úrgangslöggjöf og  ráðgjöf til rekstraraðila um flokkun og úrgangsstjórnun með sérstaka áherslu á lífrænan úrgang. Ákveðið hefur verið að á árinu 2025 verði annars vegar ráðist í gerð nýrrar …

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar

SSVFréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni. Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða samspil …

Samfélag fyrir starfsfólk – að koma til að vera

SSVFréttir

Áhugavert málþing var haldið á Hótel Hamri í Borgarbyggð þann 3. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu?“ Þar komu saman fulltrúar ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og annarra hagaðila til að ræða móttöku, inngildingu og búsetuskilyrði á svæðinu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Málþingið var haldið í samstarfi Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands, Samtaka ferðaþjónustunnar og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en …

Video source missing

Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi!

SSVFréttir

Þekkir þú óendanlega sniðugan krakka sem er með hugmynd að nafni sem fangar kraft og  gleði í menningu barna á Vesturlandi ? Taktu þátt í nafnasamkeppninni og láttu þína rödd heyrast! Sigurvegari keppninnar vinnur pizzaveislu fyrir sinn bekk eða deild á skemmtikvöldi og höfundur fær sérstakt viðurkenningarskjal. Útfærsla er varðar sigurvegara á framhaldsskólaaldri verður gerð í samráði við sigurvegara. Keppnin …

Aðalfundur SSV 2025

SSVFréttir

Þann 26. mars fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og fleiri stofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi á seturétt á þessum aðalfundum og mættu fulltrúar úr öllum landshlutanum. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunar á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Eftir hádegi fóru fram aðalfundir Sorpurðunar Vesturlands og aðalfundur SSV þar sem reikningar voru lagðir fram …

Aðalfundur SSV ályktaði um neyðarfjárveitingu til vegamála

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi héldu sinn árlega aðalfund í gær 26. mars. Á fundinum var samþykkt ályktun um vegamál. Þar skora samtökin á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi. „Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn í Borgarnesi 26.03 2025 skorar á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi.   Þrátt …