Lán og styrkir


Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Í byrjun árs 2015 var Uppbyggingarsjóður Vesturlands settur á laggirnar en hann leysti af hólmi Vaxtasamning Vesturlands og Menningarsjóð Vesturlands.

Hér fyrir neðan má finna lista yfir aðrar stofnanir og sjóði sem veita stuðning í formi lána eða styrkja til fyrirtækja og frumkvöðla.
Listinn er ekki tæmandi.


Byggðastofnun

veitir langtímalán til fjárfestinga, hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggðastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuðlar að hagstæðum lánskjörum og lánsframboði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landsbyggðunum.


Ferðamálastofa

veitir styrki til nýsköpunar og nýjunga sem tengjast umhverfismálum á ferðamannastöðum.


Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands er hægt að sækja um ýmsa styrki:


Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Veittir eru styrkir til atvinnunýsköpunar sem bændur á bújörðum standa fyrir í stað eða til viðbótar framleiðslu í hefðbundnum búgreinum. Hver bújörð getur átt kost á framlagi kr. 2.800 þús. að hámarki, en þó aldrei meira en sem nemur 30% af framkvæmdakostnaði. Framlögin eru bundin við framkvæmdir á viðkomandi bújörð. Hér undir falla hvers konar atvinnuskapandi viðfangsefni. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni. Möguleiki er á aukaframlagi, allt að helmings viðbót með sömu hlutfallstakmörkun, ef hægt er að sýna fram á að framkvæmd sé líkleg til að skapa tvö eða fleiri ársverk. Útborgun styrkja fer fram eftir að verkefni hefur komið til framkæmdar, skv. kostnaðaðarúttekt að fenginni verkumsögn.


Atvinnumál kvenna

veitir styrki til verkefna sem auka fjölbreytni í atvinnulífi og einkum til verkefna sem eru á vegum hópa eða félagasamtaka.


Byggðastofnun

Hjá Byggðastofnun er hægt að sækja bæði um lán, styrki og hlutafé til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Veitir hún styrki til margs konar nýjunga í atvinnulífi landsbyggðarinnar og lán vegna fjárfestinga þar.  Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að þjóðfélagslega hagkvæmri þróun byggðar í landinu. Á heimasíðu hennar er að finna gott yfirlit og vísanir á vefsíður bæði innlendra og norrænna sjóða sem veita fjármagni til atvinnuþróunar.


Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tekur einnig þátt í fjármögnun fyrirtækja sem eru í algerri nýsköpun í framleiðslu sinni. Um tvenns konar fjármögnun er að ræða, áhættulán og hlutafé.


Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir fyrirtæki til að ráða til sín námsmenn tímabundið til afmarkaðra verkefa á ýmsum sérsviðum, s.s. á sviði vöruþróunar.


Ferðamálastofa

Ferðamálastofa Íslands veitir styrki til úrbóta á ferðamannastöðum.


AVS

AVS (Aukið verðmæti sjávarfangs) er sjóður á vegum sjávarútvegsráðuneytis sem hefur að markmiði að styrkja verkefni sem ætlað er að auka verðmæti sjávarfangs.


Menntaáætlun ESB

Um er að ræða styrki til þróunar- og samstarfsverkefna leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, auk endurmenntunar (Gruntvig, Erasmus, Comenius, Leonardo). Fjölmargir íslenskir skólar hafa fengið styrki.


Ýmsir styrkir

Á þessari síðu Nýsköpunarmiðstöðvar er listi yfir ýmsa styrktaraðila. Sumir þeir sömu og nefndir eru hér að ofan.