Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.

Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður.

Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins.

Umsóknarferli, verklagsreglur og eyðublöð eru samskonar fyrir allar tegundir af styrkjum.

Þegar þú hefur kynnt þér verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og aðrar þær upplýsingar sem fram koma á þessari síðu er hægt að fara á hnappinn hér til hliðar og hefja umsóknarferlið.