ATVINNU- OG BYGGÐAÞRÓUNARSVIÐ SSV


Atvinnu- og byggðaþróunarsvið SSV er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Það er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi sem ná frá Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns

Hlutverk


Verkefni felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV á sviði aðstoðar við ofangreinda aðila geta verið margvísleg

 • Aðstoð við að greina vandamál
 • Leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins.
 • Aðstoð við gerð umsókna til sjóða.
 • Aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
 • Aðstoð við markaðsmál
 • Upplýsingagjöf, fundir o.fl.

SSV – atvinnuþróun og ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga til sjálfshjálpar. Það þýðir að nauðsynlegt er að þeir sem leita eftir aðstoð komi einnig til með að vinna að framgangi hugmynda sinna.

Markmið


Meginmarkmið SSV – atvinnuþróunar og ráðgjafar, er að taka þátt í að efla atvinnulíf í landshlutanum með beinum og óbeinum hætti.

Rekstrarráðgjöf og hagkvæmnisúttektir.

 • Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
 • Greining á byggða- og atvinnumálum.
 • Hafa frumkvæði að atvinnusköpun.
 • Aðstoða við fjármögnun. (Lán og styrkir)
 • Efla almenna búsetu og búsetuskilyrði á svæðinu.
 • Kynningarstarf á svæðinu.
 • Námskeiðahald.

Gjaldtaka


Viðmiðunarreglur eru að hvert verkefni fái u.þ.b. tveggja daga vinnu gjaldfría. Fyrir vinnu umfram það er tekið tímagjald. Regla þessi er byggð á samkeppnissjónarmiðum.

Trúnaður


Eðli málsins samkvæmt heitir SSV skjólstæðingum sínum fullum trúnaði. Hægt er að bera upp trúnaðarmál við atvinnuráðgjafa og treysta því að hugmynd eða mál verði ekki borin á torg.

Ef þú hefur áhuga á að nýta þjónustu SSV, þróunar og ráðgjafadeildar, þá endilega hafðu samband og við bókum tíma fyrir þig.

Viðverutímar


Alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu SSV í Borgarnesi í síma 433-2310. Auk þess eru ráðgjafar með viðverutíma á Akranesi, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSV og á skrifstofum sveitarfélaganna á viðkomandi stöðum.

Atvinnuráðgjafar


Hægt er að hafa samband við beint við neðangreinda ráðgjafa:

Ólöf Guðmundsdóttir
Atvinnuráðgjafi
Sími: 898-0247
Netfang: olof@ssv.is

Helga Guðjónsdóttir
Atvinnuráðgjafi
Sími: 895-6707
Netfang: helga@ssv.is

Hrafnhildur  Tryggvadóttir
Atvinnuráðgjafi
Sími: 849-2718
Netfang: hrafnhildur@ssv.is

Vífill Karlsson
Atvinnuráðgjafi
Sími: 695-9907
Netfang: vifill@ssv.is