Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vel nestaður af gögnum frá SSV

SSVFréttir

Sigursteinn Sigurðsson menningar- og velferðarfulltrúi SSV, Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Björn Bjarki Þorsteinsson formaður vinnuhóps um öldrunarþjónustu á Vesturlandi

 

Fimmtudaginn 12. maí stóð Framsóknarflokkur í Borgarbyggð fyrir fundi með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðuna í heilbrigðismálum og öldrunarþjónustu í Borgarbyggð og víðar.  Í kjölfar fundarins afhentu þeirra Bjarki Þorsteinsson formaður vinnuhóps um öldrunarþjónustu á Vesturlandi, Sigursteinn Sigurðsson menningar- og velferðarfulltrúi SSV og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV ráðherra skýrslu vinnuhópsins um öldrunarþjónustu.

Vinnuhópurinn skilaði skýrslu til sveitarfélaganna og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands snemma á þessu ári með tillögum um hvernig hægt væri að bæta þjónustu við eldri borgara á Vesturlandi með því að auka samstarf og samráð þeirra sem sinna þjónustunni, með námskeiðahaldi fyrir starfsfólk og aðgerðum til að styðja við heilsueflingu og félagslega þátttöku eldri borgara.

Ráðherrann fór því vel nestaður úr Borgarnesi.