Símenntunarmiðstöð Vesturlands vekur athygli á áhugaverðum vefnámskeiðum fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu á Vesturlandi.
Það er annars vegar „Næring aldraðra“ þar sem næringarfræðingarnir Ólöf Helga Jónsdóttir og Margrét Þóra Jónsdóttir sjá um. Þar verður meðal annars farið yfir ráðleggingar í matarræði eldri borgara auk rætt um hvaða áhrif vannæring hefur á andlegri og líkamlegri vellíðan fólks á efri árum.
Hins vegar verður „Líknar- og lífslokanámskeið“ þar sem leiðbeinendur eru Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunarfræðingur frá líknarráðgjafateymi Landspítala og Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun hjá Líknardeildinni í LSH í Kópavogi. Á námskeiðinu verða nemendur fræddir meðal annars um helstu hugtök í líknarmeðferð og hver munurinn er á líknarmeðferð og lífslokameðferð.
Námskeiðin eru hluti af verkefnum sem eru sett fram af starfshópi um öldrunarmál á Vesturlandi, sem er skipaður af SSV sem hluti af Velferðarstefnu Vesturlands. Verkefnið er samstarfsverkefni hópsins, SSV og Símenntunarmiðstöð Vesturlands og er markiðið að auka samstarf aðila sem reka öldrunarþjónustu og auka þjónustu til starfsfólks og ekki síst skjólstæðinga í landshlutanum. Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands.
Námskeiðin eru sem fyrr segir ætluð starfsfólki í öldrunarþjónustu á Vesturlandi og má skrá sig til þátttöku hér að neðan.
Næring aldraðra, 3. nóvember kl. 14:00-15:30
https://simenntun.is/nam/naering-aldradra/
Líknar og lífslokanámskeið, 10. nóvember 14:00-15:30
https://simenntun.is/nam/liknar-og-lifslokamedferd/
Sigursteinn Sigurðsson
Velferðarfulltrúi Vesturlands
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi