Fundur í kvöld um menningarstefnu fyrir Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV boðar hér með til fundar um menningarstefnu fyrir Vesturland, miðvikudaginn 16. mars kl. 17:30 til kl 20:30.

Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8, í húsnæði SSV.

Áhugafólk um menningu er hvatt til þess að mæta, sérstaklega þeir sem eru að sinna menningarverkefnum í Borgarbyggð eða hafa áhuga á slíku starfi. Hér er tækifærið til að hafa áhrif á menningarstefnuna.


Tilgangurinn með menningarstefnu er m.a. að vera leiðarljós landshlutans um menningarstörf, standa vörð um menningararf og menningarverðmæti, atvinnutengd menningarverkefni, barnamenningu, nýsköpun í menningarverkefnum o.fl.

Stefnumótun í menningarmálum er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Stefnt er að því að ný menningarstefna verði tilbúin vorið 2016 og er henni ætlað að mynda einskonar ramma fyrir menningastefnu.