MENNINGARARFUR – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSVFréttir

Þá er komið að fjórða og næstsíðasta fundinum í þessari skemmtilegu fundaröð.

Umræðuefni kvöldsins er fjórði hluti menningarstefnunnar, menningararfur. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00.

Fjórir flottir einstaklingar af sviði menningarmála á Vesturlandi ræða um MENNINGARARF

  • Guðrún Jónsdóttir (Safnahús Borgarfjarðar)
  • Guðrún Vala Elísdóttir (Símenntunarmiðstöð Vesturlands – RKÍ)
  • Magnús A. Sigurðsson (Minjavörður Vesturlands)
  • Bjarnheiður Jóhannesdóttir (Eiríksstaðir og Vínlandssetur)

Sigursteinn Sigurðsson stýrir umræðum sem áður. Allir þátttakendur geta tekið þátt í umræðunum með því að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í gegnum athugasemdakerfi Facebook og Mentimeter (Menti-kóði verður gefinn upp á fundinum).

Viðburðurinn á FB