Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar ? Matar-málþing í Breiðabliki á Snæfellsnesi föstudaginn 16. nóv. kl. 14:30-18:00

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem taldar eru til vaxtarsprota Íslands. En þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni undanfarin áratug hefur það ekki skilað sér sem skildi í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Ein leið til að styrkja ferðaþjónustuna og auka hagræn áhrif hennar í sveitum landsins er að efla tengsl og auka samstarf ferðaþjónustu og staðbundinnar matvælaframleiðslu.

Markmið málþingsins er að:

  • Vekja athygli á möguleikum sem felast í heimavinnslu matvæla og sölu beint frá býli

  • Varpa ljósi á þróunarferlið – frá hugmynd til heimavinnslu

  • Hvetja til samtals og samstarfs milli matvælaframleiðenda í héraði og ferðaþjónustuaðila


Dagskrá:


Fundarstjóri: Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal

14:30 Málþing sett. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV.

14:40 Uppbygging á matartengdri ferðaþjónustu – reynslusögur frumkvöðla.

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi.

Þorgrímur E. Guðbjartsson, Erpsstöðum.

15:30 Kaffihlé

15:45 Uppbygging sveitamarkaðsverslunar & matarklasa í Ríki Vatnajökuls. Rósa Björk Halldórsdóttir, Markaðsstofa Vesturlands.

16:00 Samstarf matvælaframleiðanda, ferðaþjónustu og stoðkerfis í héraði. Þóra Valsdóttir, Matís.

16:15 Matarmerki og svæðisbundin matvæli. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV.

16:25 Sýn söluaðila á handgerðar og heimaunnar vörur. Eirný Sigurðardóttir, Búrið.

16:45 Hvað er beint frá býli? Hlédís Sveinsdóttir, Beint frá býli .

16:55 Heimilisiðnaðareldhús – hugmyndafræði, framkvæmd og nýting. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV.

17:10 Samantekt og umræður. Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal.

Allir áhugasamir velkomnir – Aðgangur ókeypis