Kynningarfundur – Ratsjáin svæðisbundin og samtengd í senn

SSVFréttir

Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði
fimmtudaginn 26. nóvember kl. 11:00-12:00.

Ný útgáfa að Ratsjánni – svæðisbundin og samtengd í senn fer af stað í upphafi árs 2021.
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir.
Ratsjáin mun hefjast með formlegum hætti í janúar 2021 og standa yfir í 16 vikur eða til 16. apríl. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2020 og er umsóknareyðublað aðgengilegt á heimasíðu Íslenska ferðaklasans.
Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
Kynningarfundur á FACEBOOK LIVE