SSV vekur athygli á sjóðum sem styrkja barnamenningu á Íslandi.
Annars vegar er það Barnamenningarsjóður Íslands sem auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er 1. apríl næstkomandi!
Nánar á: Rannís – barnamenningarsjóður
Þá auglýsir „List fyrir alla“ eftir umsóknum sem miðast við að bjóða uppá og miðla fjölbreyttum listviðburðum fyir börn á grunnskólaaldri, óháð búsetu. Umsóknarfrestur er 20. mars næstkomandi.
Nánar á: Listfyriralla.is
Við minnum einnig á að menningarfulltrúi SSV getur verið til ráðgjafar ef óskað er eftir því.
Sigursteinn Sigurðsson