Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga.

SSVFréttir

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn á Hótel Glym dagana 6 og 7 júní s.l.  Á fundinum tóku þátt formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka ásamt gestum sem að þessu sinni voru þau Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur í byggðamálum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.  Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í starfsemi landshlutasamtakanna s.s. almenningssamgöngur, sóknaráætlun landshluta, byggðaáætlun, fyrirhugað landsþing sveitarfélaga og ýmis önnur mál.  Í tengslum við fundinn var fræðst um uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvalfjarðarsveit sem og uppsveitum Borgarfjarðar, en hópurinn heimsótti Krauma og fékk kynningu á starfsemi Ferðaþjónustunnar í Húsafelli.  Einnig var farið um Akranes þar sem þau Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður SSV fóru yfir stöðu bæjarfélagsins og helstu verkefni.

SSV hefur frá því s.l. haust verið í forsvari fyrir samstarf landshlutasamtakann og mun láta af því verkefni á komandi hausti.