Afhending þrívíddarprentara á Snæfellsnesi.

SSVFréttir

„ Við úrskrift úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga fyrr í sumar afhenti Hafdís Bjarnadóttir varaformaður SSV fjölbrautarskólanum þrívíddarprentara að gjöf.  Einnig afhenti hún Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samskonar prentara að gjöf sem verða staðsettir í grunnskólum sveitarfélaganna.  Uppsetning þrívíddarprentarana er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem ber heitið Nýsköpun, frumkvöðlar og tæknimenntun.   Kaupin á prenturunum eru að mestu fjármögnuð í gegnum verkefnið, en fyrirtæki og félagasamtök í Grundarfirði ásamt tækjasjóði FSN studdu einnig við kaupin.

Áhersluverkefnið Nýsköpun, frumkvöðlar og tæknimenntun hefur stutt við ýmiskonar starfsemi á Vesturlandi og má þar nefna Fab-Lab smiðju á Akranesi, nýsköpunarsetrin Hugheima og Coworking á Akranesi, staðið fyrir tæknimessu í samstarfi við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi þar sem iðnnám við skólann hefur verið kynnt og ýmis fyrirtæki á Vesturlandi hafa kynnt starfsemi sína og haldið hefur verið námskeið fyrir kennara um kennslu í nýsköpunarfræðum.“

 

Fulltrúar frá Sveitarfélögum á Snæfellsnesi og FSN.
Þorsteinn Steinsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sturla Böðvarsson,. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Hafdís Bjarnadóttir frá SSV. Mynd: Sumarliði Ásgeirsson