Nýverið heimsótti forsætisnefnd sænska þingsins Vesturland. Heimsóknin byrjaði í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem þeir Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV og Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV voru með erindi um byggðamál, stöðu sveitarfélaga á Íslandi og samstarf þeirra. Þá kynnti Kjartan Ragnarsson starfsemi Landnámssetursins fyrir gestunum. Að lokinni heimsókn í Borgarnes fór nefndin í Grundarfjörð þar sem hún kynnti sér m.a. starfsemi fiskvinnslufyrirtækisins G.Run og snæddi hádegisverð í Bjargarsteini með fulltrúum sveitarfélagsins þar sem rætt var um ýmis verkefni sem tengjast rekstri sveitarfélaga á Íslandi.