39 fleiri fluttu frá Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins en frá höfuðborgarsvæðinu til Vesturlands árið 2016. Á Suðurlandi og Suðurnesjum var þessu öfugt farið þar sem fleiri fluttu til þeirra landshluta frá höfuðborgarsvæðinu en frá þeim til höfuðborgarsvæðisins. Þetta gerist reyndar svo hratt á Suðurnesjum að aldrei fyrr hefur þessi jöfnuður verið þeim hagstæðari en árið 2007 þegar skoðuð er þróunin frá 1986-2016. Hérna er Vesturland ekki alveg sambærilegt Suðurnesjum því fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu hefur áhrif á þessa þróun. Suðurnes eru þannig líkari syðsta hluta Vesturlands. Ef hann væri klofinn út væri niðurstaðan trúlega einhversstaðar á milli Suðurnesja og Suðurlands. Þessar tölur og fleiri má sjá á heimasíðu SSV undir „skemmtileg tölfræði“. Þangað kemstu með því að smella hér og beint á þessar tölur með því að smella hér.