Dagur nýsköpunar var haldinn í Landsnámssetrinu í Borgarnesi 23 nóvember s.l. Ríflega 50 manns mættu og hlýddu á þá Bjarna Má Gylfason hagfræðing hjá Samtökum iðnaðarins og Odd Sturluson hjá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun.
Þá var úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til nýsköpunar í atvinnulífi. Samtals var úthlutað 13.300.000 til 19 verkefna. Sjá hér. Á þessu ári hefur Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitt styrki að upphæð 55 milljónir til nýsköpunar í atvinnulífi og ýmissa menningarverkefna.
Loks voru veitt Nýsköpunarverðlaun SSV 2016 og hlaut The Cave – Víðgelmir verðlaunin. Stefán Stefánsson eigandi Fljótstungu tók við verðlaununum. Í ávarpi Stefáns kom fram að fjölskylda hans hefur unnið að því allar götur frá því þau keyptu jörðina fyrir tveimur árum síðan að gera Víðgelmi aðgengilegan fyrir ferðamenn og bjóða upp ferðir með góðri leiðsögn í hellinn. Lagningu stiga, göngubrúa og uppsetning á lýsingu í hellinum lauk í upphafi sumars og frá júníbyrjun hafa um átta þúsund manns heimsótt hellinn.