Lán og styrkir
Atvinnuráðgjafar SSV veita aðstoð og ráðgjöf við styrkumsóknir.
Hér fyrir neðan má finna lista yfir aðrar stofnanir og sjóði sem veita stuðning í formi lána eða styrkja til fyrirtækja og frumkvöðla.
Listinn er ekki tæmandi.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.
Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum í menningarhluta árlega og í atvinnu- og nýsköpunarhluta tvisvar á ári.
Nánar á Uppbyggingarsjóður VesturlandsMarkmið Lóu er að auka við nýsköpun á landsbyggðinni.
Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk.
NánarStuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki er fjölbreyttur og á hendi margra aðila. Hér má sjá yfirlit yfir helstu sjóði stoðkerfisins.
Lóa nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Markmið Lóu er að auka við nýsköpun á landsbyggðinni.
Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk.
Sjóðir Rannís
Hlutverk RANNÍS er m.a. að styrkja stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun. Í vörslu RANNÍS eru m.a.:
Tækniþróunarsjóður stuðlar að því að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífsins með því að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn auglýsir umsóknarfresti um framlög og umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskólar.
Rannsóknasjóður Úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í doktors- eða meistaranámi.
Innviðasjóður Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.
Nýsköpunarsjóður námsmanna Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
- Hlutafjárþátttaka
Meginstarfsemi Nýsköpunarsjóðs felst í kaupum á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum en fyrir framlag sjóðsins eignast hann hlutdeild í fyrirtækinu í samræmi við það verðmat sem eigendur viðskiptahugmyndarinnar og Nýsköpunarsjóður koma sér saman um. - Lán með breytirétti
Nýsköpunarsjóður getur veitt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum lán með breytirétti í hlutafé.
Lánin eru veitt til áhugaverðra fjárfestingakosta, þar sem ekki er talið tímabært að leggja fram hlutafé í viðskiptahugmyndina og einnig til fyrirtækja sem sjóðurinn hefur þegar fjárfest í og vill ekki auka hlut sinn í félaginu að svo stöddu. - Frumtak
Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtaki er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir. Frumtaki er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem nauðsynlegt er vegna útrásar eða markaðssóknar íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, ekki síst þegar möguleiki er á sameiningu eða samruna við fyrirtæki í eigu Frumtaks.
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að markvissri kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins.
Hlutverk fornleifasjóðs er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Sjóðurinn starfar skv. úthlutunarreglum nr. 73/2004 og eru þessar úthlutunarreglur settar skv. heimild í 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001.
Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands samkvæmt kvikmyndalögum nr. 137/2001 og reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1066/2004. Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmynd, sem styrkt er af Kvikmyndamiðstöð Íslands, skal hafa íslenska menningarlega skírskotun nema sérstök menningarleg rök leiði til annars.
Hlutverk launasjóðs hönnuða, launasjóðs myndlistarmanna, launasjóðs
rithöfunda, launasjóðs sviðslistafólks, launasjóðs tónlistarflytjenda og launasjóðs tónskálda er að veita listamönnum starfslaun og styrki samkvæmt lögum um listamannalaun. Sérstakar nefndir annast úthlutun starfslauna úr sjóðunum og eru þær skipaðar samkvæmt tillögum fagfélaga ofangreindra sjóða.
Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistamenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá.
Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Ferða- og framkvæmdastyrkur
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Hægt er að sækja um til ýmissa verkefna er stuðla að því markmiði, t.d. tónleikaferðalaga, samstarfsverkefna tónlistarfólks eða útgáfu.
Reykjavík Loftbrú – ferðastyrkur fyrir tónlistarfólk
Tilgangur sjóðsins er að styðja framsækir íslenskt tónlistarfólk til að hasla sér völl á erlendri grund og kynna í leðinni Reykjavík sem nútímalega menningarborg. Stuðningur er í formi farmiða sem bókaður eru um leið og úthlutað er.
Reykjavíkurborg menningar-og ferðamálasvið
Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja starfsemi safna skv. safnalögum nr. 106/2011. Öll söfn sem undir lög þessi falla geta sótt um verkefnastyrki til safnasjóðs.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. skv. lögum nr. 76/2004. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, svo sem tónlistarflutnings, tónlistarhópa, tónlistarhátíða, rannsókna og skráningu á tónlist, varðveislu tónlistar og annarrar tónlistarstarfsemi. Markaðs- og kynningardeild veitir m.a. styrki til markaðssetningar og kynningarverkefna í tengslum við íslenska tónlist og tónlistarmenn og til annarra verkefna sem miða að kynningu á íslenskri tónlist og tónlistarmönnum innan lands og erlendis.
Útflutingssjóður Íslenskrar tónlistar – ÚTON
Hlutverk útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Með sjóðnum verður til aukin fjárhagsaðstoð til tónlistarfólks á tónleikaferðalögum, aukin aðstoð til tónlistarfólks við þróun verkefna, aukin tækifæri til að komast á erlendar tónlistarhátíðir og auknir möguleikar skapast á tengslamyndun.
Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í hinu nýja tónlistarhúsi, Hörpunni um ókomin ár. Umsækjendur geta verið einstaklingar, hljómsveitir, hópar eða félagasamtök.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um ýmsa stuðningsaðila sem koma að upplýsingagjöf, fjárfestingum, styrkjum eða lánveitingum. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi en getur gefið vísbendingar um hvar hægt er að leita aðstoðar. Ábendingar um aðila sem þú telur að ættu að vera á listanum eru vel þegnar og má senda á svala@ssv.is.
Tilgangur styrkveitinga er einkum:
-
Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna
-
Viðhalda byggð um landið
-
Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni
-
Auka fjölbreytni í atvinnulífi
Atvinnuþróunarsjóður Austurlands
Sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að þróun og eflingu atvinnulífs á Austurlandi með kaupum á hlutafé í fyrirtækjum, lánveitingum og úthlutun styrkja.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
AVS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.
Stofnunin fylgist með og gerir áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu í byggðum landsins. Stofnunin vinnur náið með atvinnuþróunarfélögum landshlutanna. Stofnunin veitir lán vegna fjárfestinga í atvinnulífi á landsbyggðinni. Byggðastofnun hefur umsjón með starfi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni. Hjá stofnuninni er að finna mikið magn upplýsinga um byggð og atvinnulíf.
Bændasamtök Íslands eru forystuafl og samnefnari landbúnaðar á Íslandi. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni bænda og kjör og skapa þeim félagslegan vettvang og að skipuleggja og veita bændum, búnaðarsamböndum/leiðbeiningastöðvum faglega ráðgjöf og stuðning, sem miðar að bættum árangri í búrekstri, þannig að landbúnaðurinn verði í senn samkeppnishæfur og fjárhagslega arðbær.
Hlutverk Einkaleyfastofu er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Einkaleyfastofan tekur við umsóknum um einkaleyfi, hefur milligöngu um rannsókn á þeim og metur hvort einkaleyfi skuli veitt. Stofan sér jafnframt um að veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði og stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.
Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir starfsemi Enterprise Europe Network á Íslandi en Íslandsstofa og Rannís eru samstarfsaðilar hennar. Enterprise Europe Network (EEN) hefur það að markmiði að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaraðila, opinberar stofnanir og háskóla við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði. Starfsemi Enterprise Europe Network snýst um að efla stoðkerfi nýsköpunar sem er mikilvægt fyrir hagvöxt þjóða. Ennfremur mun ætlunin að stuðla að aukinni vitund um lög og reglugerðir Evrópusambandsins, bjóða upp á vettvang á netinu fyrir alþjóðlega samvinnu, aðstoða innlenda aðila við að taka þátt í evrópskum verkefnum og nálgast fjármagn sem og skipuleggja samvinnu milli landa. Þannig styrkir Enterprise Europe Network alþjóðlegt samstarf og aðstoðar fyrirtæki við að nýta sér tækifæri sem bjóðast innan Evrópu
Ferðamálastofa annast skipulagningu og áætlanagerð um íslensk ferðamál auk ýmissa annarra verkefna er lúta að ferðamálum. Bróðurparti þeirra fjármunanna sem varið er til umhverfismála af hálfu stofnunarinnar er nú úthlutað í styrkjaformi. Að jafnaði er auglýst eftir styrkjum einu sinni á ári (í kringum áramót) og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi eru styrkir til minni verkefna. Jafnan er lögð áhersla á einn tiltekin málaflokk á hverju ári (t.d. gönguleiðir, aðgengismál fatlaðra, o.s.frv.). Í öðru lagi eru styrkir til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Í þriðja lagi eru veittir styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum.
Fjárfestingarstofan – Invest in Iceland Agency – hefur það hlutverk að laða til landsins erlenda fjárfesta, í því skyni að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Hún miðlar upplýsingum til erlendra fjárfesta og kemur þeim í samband við viðeigandi aðila á Íslandi, hefur frumkvæði að samkeppnisgreiningu einstakra atvinnugreina, fylgist með rannsóknum, þróun og nýjum tækifærum og veitir stjórnvöldum og atvinnulífi ráðgjöf. Einnig sér Fjárfestingarstofan um verkefnið Film in Iceland, http://www.filminiceland.com/.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Styrki úr sjóðnum má veita til einstakra bænda eða ábúenda á lögbýlum, vinnslustöðva, félaga bænda og vísindastofnana. Sjóðnum er ætlað að efla og auka fjölbreytni atvinnulífs í sveitum og til eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar búrekstrar og búháttabreytinga á lögbýlum. Sjóðurinn styður bændur og samtök þeirra við stofnun fyrirtækja. Framleiðnisjóður annast nú styrkveitingar sem áður féllu undir Smáverkefnasjóð landbúnaðarins.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi og styðst við sérfræðiþekkingu starfsfólks Íslandsbanka við val á verkefnum.
Hagstofan starfar eftir lögum um þjóðskrá og almenningsskráningu og ýmsum öðrum lögum. Þá starfar hún í samræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um grundvallarreglur um opinbera hagskýrslugerð. Atvinnu- og fyrirtækjasvið fæst við hagskýrslugerð um vinnumarkað, fyrirtæki og framleiðslu, verðlag og laun. Þar er mikið magn talnaefnis sem nýtist við markaðsrannsóknir fyrirtækja.
Háskóli Íslands – sjóðir og styrkir
Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann. Annars vegar er um að ræða sjóði sem veita styrki til rannsókna, einkum til doktorsnema og fræðimanna við skólann. Hins vegar eru Styrktarsjóðir Háskóla Íslands en þar er að finna ríflega sextíu sjóði og gjafir sem ánafnaðar hafa verið Háskólanum frá stofnun hans. Flestir sjóðanna starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sem ætlar þeim að úthluta styrkjum og viðurkenningum til ýmissa verkefna nemenda, kennara og vísindamanna.
Aurora velgerðarsjóður hefur stofnað Hönnunarsjóð Auroru og veitt til hans 25 milljónum í þrjú ár, eða alls 75 milljónum. Þetta er þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum fjárhagslega aðstoð.
Íslandsstofa veitir íslenskum fyrirtækjum faglega aðstoð við kynningu og sölu á vörum, þjónustu og þekkingu erlendis. Þjónusta Íslandsstofu er margþætt en hún felur í sér miðlun markaðsupplýsinga, ráðgjöf og fræðslu um markaðssókn erlendis, umsjón með þátttöku í sýningum og skipulagningu á ferðum viðskiptasendinefnda. Íslandsstofa er aðili að Enterprise Europe Network sem er stuðningsnet ESB fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárfestingarstofan er rekin af Íslandsstofu og iðnaðarráðuneytinu og hefur aðsetur á skrifstofu Íslandsstofu. Íslandsstofa er jafnframt stofnaðili ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ásamt Samtóni og Landsbanka Íslands. Skrifstofa ÚTÓN er hjá Íslandsstofa.
Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur það hlutverk að vera opinber málsvari fiskiskipaeigenda og stuðla að framförum á sviði fiskveiða. Sambandið er einnig í forsvari við rekstur og einstakra mála fyrir dómi er snerta sérstaklega hagsmuni og réttindi félagsmanna.
Nýsköpunarstyrkir Landsbankans
Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í háskólanámi til að vinna á sumarmisseri að rannsóknar- og þróunarverkefnum. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um styrki.
Mennta- og menningarmálastyrkir
Ýmsir styrkir á vegum mennta- og menningarráðuneytisins.
Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA
Menningarsjóður KEA, nú Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA, veitir hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu öflugan fjárhagslegan stuðning.
Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðarráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs.
Ríkisskattstjóri starfrækir fyrirtækjaskrá og heldur einnig hlutafélagaskrá. Fyrirtækjaskráin inniheldur öll einkahlutafélög og hlutafélög sem til eru skráð á Íslandi. Upplýsingar um samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri eru einnig til staðar. Þar fer jafnframt fram nýskráning hlutafélaga, einkahlutafélaga, sjálfseignarstofnana í atvinnurekstri og samvinnufélaga fer fram hjá ríkisskattstjóra, fyrirtækjaskrá. Allt sem tengist skatti á einhvern hátt fer að sjálfssögðu í gegnum ríkisskattstjóra og má finna allar upplýsingar um þau mál á heimasíðu hans.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Veittir verða ferns konar styrkir á hverju ári: námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunar- og sprotastyrkir og umhverfisstyrkir.
Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, líknar- og samfélagsmál.
Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar
Hlutverk Samstarfsvettvangs sjávarútvegs og iðnaðar er að leiða saman fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði í þeim tilgangi að efla þróun á tækjabúnaði sem eykur vinnsluvirði í útgerð og fiskvinnslu. Vettvangurinn veitir fyrirtækjum faglega og fjárhagslega aðstoð til að auðvelda þróunarstarfið. Ávinningur fyrirtækja sem fá stuðning frá Samstarfsvettvanginum er meðal annars fólginn í aðstoð við að beita markvissum vinnubrögðum til þess að stytta þróunartímann og minnka fjárhagslega áhættu. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar er opinn öllum iðn- og sjávarútvegsfyrirtækjum auk annarra þeirra sem vinna að markmiðum hans.
Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda sem hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin eru stofnuð til þess að halda fram sjónarmiðum atvinnurekenda og veita fyrirtækjum á Íslandi margvíslega þjónustu. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu.
SART-Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði
Tilgangur SART er meðal annars að tengja saman atvinnurekendur í raf- og tölvuiðnaði á Íslandi og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart almenningi og hinu opinbera. Þau eru einnig aðildarfélögum og einstökum félagsmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar um allt er snertir félagslega starfsemi og atvinnurekstur, og þau vinna að aukinni menntun og bættum starfsskilyrðum. Einnig vinna þau að því að sem mest samræmi verði í afstöðu félagsmanna og hinna einstöku aðildarfélaga varðandi hagsmunamál þeirra, launa- og kjaramál og reglugerðir.
Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Samtökin voru byggð á grunni Sambands veitinga- og gistihúsa og lögðu önnur hagsmunasamtök sem störfuðu innan ferðaþjónustunnar niður starfsemi sína á sama tíma. Meginhlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og vinna að vexti og viðgangi greinarinnar með öllum tiltækum ráðum.
Tilgangur samtakanna er meðal annars að sameina í ein hagsmunasamtök öll fyrirtæki sem vinna að framleiðslu og/eða sölu sjávarafurða og vera málsvari þeirra út á við. Þau vernda rétt félagsmanna sinna og reyna að koma í veg fyrir verkföll og verkbönn, og þau gæta hagsmuna íslenskrar fiskvinnslu að því er varðar samkeppnisstöðu, samninga og samskipti Íslands og annarra ríkja eða ríkjabandalaga.
SFF- Samtök fjármálafyrirtækja
Tilgangur samtakanna er að vera málsvari aðildarsambanda (sérgreinasambanda) og félaga (fyrirtækja) þeirra í almennum hagsmunamálum þeirra, og að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum aðildarsambanda (sérgreinasambanda) og félaga (fyrirtækja) þeirra. Þau þjónusta einnig aðildarsambönd og félög þeirra í kjaramálum.
Samtök iðnaðarins eru málsvari atvinnugreinarinnar í stóru sem smáu. Þau leggja áherslu á að iðnaðinum séu búin góð starfsskilyrði og berjast fyrir hagsmunum hans á öllum sviðum. Samtökin vinna einnig að kynningu og markaðsmálum iðnaðar, nýsköpun og þróun, gæðastjórnun, umhverfismálum o.fl. Þau reyna einnig að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda, fjármálastofnana, opinberra stofnana og annarra sem tengjast starfsemi iðnaðarins, með það að markmiði að íslenskum fyrirtækjum verði búin starfsaðstaða sem gerir þau samkeppnishæf á innlendum og erlendum mörkuðum, án hindrana og með arðbærum hætti. Rík áhersla er einnig lögð á að menntun starfsfólks og stjórnenda í iðnaði sé eins góð og kostur er og að hún stuðli að eðlilegri tækniþróun og falli að þörfum hans.
Styrkumsoknir.is er sprottin af áratuga reynslu eigenda hennar í að skrifa styrkumsóknir. Margar andvökunætur hafa farið í að meitla texta og skilgreina verkþætti þannig að umsóknir í hina ýmsu styrksjóði urðu á endanum samkeppnishæfar. Það er von okkar um að styrkumsoknir.is geti orðið uppspretta fræðslu, ráðlegginga og almennum upplýsingum um sem flesta styrktarsjóði sem í boði eru fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og félagasamtök.
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna
Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. Sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.
Verkefnið er til fjögurra ára og heimilt er að auglýsa eftir umsóknum um lánatryggingu allt að fjórum sinnum á ári.
SVÞ- Samtök verslunar og þjónustu
Tilgangur samtakanna er að vera málsvari atvinnurekenda á sviði verslunar og þjónustu og að vinna að almennum og sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja. Þau stuðla einnig að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni. Þau þjónusta einnig aðildarfyrirtæki sín á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins (SA).
Viðskiptaráð Íslands eru heildarsamtök fyrirtækja og einstaklinga í öllum greinum
viðskiptalífsins. Verslunarráðið, sem er hlekkur í keðju 11.000 verslunarráða um heim allan, hefur einstaka aðstöðu á sviði alþjóðamála. Þetta alþjóðlega samstarf veitir ráðinu aðgang að hagnýtum upplýsingum og ýmissi aðstoð.
Viðskiptaráðið veitir margvíslega þjónustu fyrir fyrirtæki. Það sér um útgáfu upprunavottorða og Ata-Carnet skírteina fyrir útflytjendur og veitir upplýsingar um innlend og erlend fyrirtæki. Á skrifstofu VÍ liggja frammi viðskiptahandbækur og diskar frá ýmsum löndum. Margvísleg önnur þjónusta býðst aðildarfyrirtækjum Verslunarráðsins sérstaklega.
Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun býður upp á ýmis úrræði fyrir fólk sem hefur hug á því að skapa sér eigið starf.
Þróun eigin viðskiptahugmyndar
Þar sem atvinnulausir geta unnið að eigin verkefni í þrjá til sex mánuði. Markmið verkefnisins er að aðstoða atvinnuleitendur við að þróa viðskiptahugmynd sína með það markmið að þeir geti skapað sér eigið starf.
Þar býðst nýsköpunarfyrirtækjum að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá og fer það á launaskrá hjá fyrirtækinu. Markmið verkefnisins er að styðja við nýsköpun og þróun í fyrirtækjum, að koma á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja, að styðja við frumkvöðla með hugmyndir um nýsköpun og/eða þróun og að styðja við atvinnuleitendur og auðvelda þeim leit að störfum.
VUR- Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins
Starfsemi viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins tekur m.a. yfir samskipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök og efnahags- og fjármálastofnanir, undirbúning, gerð og framkvæmd viðskiptasamninga við erlend ríki og samstarf við stofnanir og hagsmunasamtök á sviði útflutningsviðskipta. Viðskiptafulltrúarnir hafa liðsinnt fjölmörgum við leit að samtarfsaðilum, könnun á markaðsaðstæðum og skipulagningu heimsókna auk þess að hafa vísað á ný markaðstækifæri og beint athyglinni að íslenskum fyrirtækjum við margs konar tækifæri.