Verðlaunin Frumkvöðull Vesturlands voru afhent á Frumkvöðladegi sem haldinn var í Menntaskóla Borgarfjarðar 2. apríl s.l.
Að þessu sinni var það Kjarnafiskur á Akranesi, fyrirtæki Barkar Jónssonar og Valgerðar S. Sigurðardóttur sem hlaut verðlaunin. Kjarnafiskur hefur á nýliðnum árum sett upp tæknilega fullkomna harðfiskvinnslu og meðal annars verið í samstarfi við Latabæ, fyrirtæki Magnúsar Scheving.
Þetta er fjórða árið sem SSV stendur fyrir valinu. Það bárust 17 tilnefningar um fyrirtæki og einstaklinga og fengu þeir allir viðurkenningu fyrir tilnefninguna en verðlaununum er ætlað að styrkja og vekja athygli á öflugu frumkvöðlastarfi á Vesturlandi.