Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Helgina 27. til 29. apríl fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akranesi í húsnæði Fjölbrautarskólans á Akranesi, en viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Umsjónaraðili verkefnisins er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og er viðburðurinn haldinn í samstarfi við Akraneskaupstað. Helsti bakhjarl verkefnisins er Landsbankinn en einnig munu önnur fyrirtæki og einstaklingar á Vesturlandi ljá viðburðinum krafta sína. Sjá www.anh.is


Viðburðurinn er að erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og eru viðlíka helgar haldnar um allan heim (e. Startup Weekend, http://startupweekend.org/og http://www.anh.is/). Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og er hver helgi hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra. Viðburðirnir standa yfir frá föstudegi til sunnudags og þar fá þátttakendur tækifæri til að vinna að hugmyndumsínum og njóta leiðsagnar og innblásturs frá sérfróðum aðilum. Síðasti viðburður Innovit fór fram á Akureyri 24.-26. febrúar síðastliðinn.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin, enginn kostnaður er við þátttöku og aldurstakmark er 18 ára. Á viðburðunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að fullvaxta fyrirtæki