Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.

Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki til:  

  • atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • menningarverkefna
  • stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála (aðeins fyrir lögaðila)

Umsóknarfrestur er 22. október 2025 klukkan 12:00. Athugið að frestur rennur út á hádegi en ekki miðnætti eins og undanfarið.

Umsækjendur eru hvattir til að leita aðstoðar hjá ráðgjöfum SSV sem eru boðnir og búnir að veita umsækjendum ráð við gerð umsókna.

Atvinnuráðgjafar:
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is,  sími 895-6707
Hrafnhildur Tryggvadóttir hrafnhildur@ssv.is, sími 849-2718
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is,  sími 898-0247

Menningarráðgjafi:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503

 

Umsóknargátt Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Allar upplýsingar um sjóðinn má finna hér 

KYNNIÐ YKKUR VEL REGLUR OG VIÐMIÐ VARÐANDI STYRKVEITINGAR HÉR