Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent í fyrsta skipti á aðalfundi SSV sem haldinn var í september 2006 og verða þau nú afhent í fjórða sinn á Frumkvöðladegi sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar. Allir eru velkomnir. Dagskráin er hér.
Verðlaununum er ætlað að styrkja og vekja athygli á öflugu frumkvöðlastarfi á Vesturlandi. Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í litlu samfélagi í dreifbýlinu.
Markmið með frumkvöðladegi er að vekja aukna athygli á mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Vesturlandi og skapa nauðsynleg tengsl milli einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.