• slide

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar


Verkefni um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar með tilliti til byggðaþróunar og sjálfbærrar nýtingar.

Í mars 2022 skipaði umhverfis-orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stýrihóp sem falið var að greina verndargildi verndarsvæðis Breiðafjarðar og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf. Greining stýrihópsins skyldi leiða til tillögu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.

Áður hafði ráðuneytið í samvinnu við Breiðafjarðarnefnd, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi haft verndun Breiðafjarðar og tengsl verndunarinnar við byggðaþróun til skoðunar á grundvelli aðgerða Byggðaáætlunar C9, Náttúruvernd til eflingar byggðaþróunar.

Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið (áður umhverfis- og auðlindaráðuneytið) gerði verksamning við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun. Verksamningurinn sem er mjög ítarlegur varð hryggjarstykkið í vinnu stýrihóps að verkefninu.

Í stýrihópnum sitja:

Sigríður Finsen, formaður
Steinar Kaldal, sérfræðingur í umhverfis- orku- og loftslagráðuneytinu
Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar
Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá innviðaráðuneytinu
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
Sveinn Kári Valdimarsson, sérfræðingur hjá Matvælaráðuneytinu
Þórarinn Örn Þrándarson, sérfræðingur menningar- og viðskiptaráðuneytið
Starfsmaður frá Náttúrustofu Vesturlands, Jakob Johann Stakowski, starfaði tímabundið með stýrihópnum

Í tengslum við verksamninginn við ráðuneytið var skipaður samráðshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga við Breiðafjörð.

Samráðshópinn skipa:

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Reykhólahreppi
Björn Bjarki Þorsteinsson , sveitarstjóri Dalabyggð
Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, Grundarfirði
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, Snæfellsbæ

Stýrihópurinn skilaði umhverfis- orku og loftlagsráðherra skýrslu og gögnum um verkefnið í júlí 2024.

Image

Hvað er Frumkvæðissjóður


• Frumkvæðissjóðir Brothættra byggða eru styrktarsjóðir fyrir frumkvæðisverkefni á þeim svæðum sem taka þátt. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir því verkefni sem styðja ýmis konar uppbyggingu í Dalabyggð.
• Veittir eru verkefnastyrkir og stuðningur til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna.
• Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.
Nánari upplýsingar fást hjá verkefnisstjóra í gegnum netfangið: linda@ssv.is

Hvernig verkefni eru styrkhæf?


Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.
Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn DalaAuðs.

Meginmarkmiðin eru fjögur:
• Samkeppnishæfir innviðir
• Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
• Auðugt mannlíf
• Öflug grunnþjónusta

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi þætti:
1. Verklags- og úthlutunarreglur til frumkvæðisverkefna brothættra byggða
2. Úthlutunarreglur DalaAuðs

Hvernig er umsóknarferlið?


Hvar sæki ég um ?
• Umsóknir skulu berast til verkefnisstjóra DalaAuðs í gegnum netfangið: linda@ssv.is
• Umsóknareyðublað má finna hér
• Umsóknarfrestur er til 30. september 2022

Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs, býður upp á viðtalstíma og ráðgjöf varðandi umsóknarskrif eða hugmyndavinnu. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum netfangið: linda@ssv.is eða í síma: 4304700.

Hver metur umsóknina mína?

Verkefnisstjórn fer yfir umsóknir og úthlutar úr frumkvæðissjóði.
Verkefnisstjórn DalaAuðs:
• Björn Bjarki Þorsteinsson – fulltrúi Dalabyggðar
• Bjarnheiður Jóhannsdóttir - fulltrúi íbúa
• Þorgrímur Einar Guðbjartsson – fulltrúi íbúa
• Páll S. Brynjarsson – fulltrúi SSV
• Ólafur Sveinsson – fulltrúi SSV
• Kristján Þ. Halldórsson – fulltrúi Byggðasstofnunar
• Helga Harðardóttir – fulltrúi Byggðastofnunar og formaður stjórnar

Hvernig er ferlið ef verkefnið mitt hlýtur styrk?


1. Gerður er skriflegur samningur við styrkþega innan við þremur mánuðum eftir úthlutun.
2. Greiðslur styrkja inntar af hendi skv. samningi.
3. Verkefni skal að jafnaði lokið ári eftir undirritun samnings.
4. Framvindu og/eða lokaskýrslu skal skilað skv. samningi og eru forsendur fyrir lokagreiðslu styrks.

Athugið að ef verkefni er ekki unnið í samræmi við samning ber styrkhafa að endurgreiða styrkinn að fullu eða hluta eftir atvikum.