List fyrir alla kallar eftir umsóknum

SSVFréttir

Verkefnið List fyrir alla er á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins og gengur útá að veita öllum börnum aðgengi að faglegum list – og menningarviðburðum óháð búsetu og efnahagi. Á undanförnum árum hefur List fyrir alla miðlað fjölbreyttum viðburðum barnamenningar um allt land við góðar undirtektir og rennt stoðum undir menningaruppeldi barna og ungmenna.

List fyrir alla kallar nú eftir listviðburðum um allt land til að taka þátt í verkefnum fyrir börn á grunnskólaaldri árið 2024. Listafólk sem sinnir faglegu menningarstarfi sem getur átt við börn er hvatt til að senda inn skráningar fyrir 17. mars 2024.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu verkefnisins, listfyriralla.is.