Nýr Hagvísir um búferlaflutninga á Vesturlandi

VífillFréttir

Í dag fór Hagvísirinn „Búferlaflutningar á Vesturlandi“ eftir Vífil Karlsson á heimasíðu SSV. Þar kemur fram að í lang flestum sveitarfélögum á Vesturlandi hefur orðið breyting á búferlaflutningum. Íbúar af Vesturlandi fluttu s.l. 5 í minna mæli til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en áður var. Algengara er að þeir flytji til sveitarfélaga á Reykjanesi eða á vesturhluta Suðurlands.

Einnig kemur fram þegar flutningsjöfnuður var skoðaður frá árinu 1986 fram til 2021 að hann varð oft mjög óhagfelldur í kjölfar áfalla í atvinnulífi viðkomandi sveitarfélaga. Slík áföll hafa verið all nokkur á viðkomandi tímabili í flestum sveitarfélögum á Vesturlandi. Margt fleira er að finna í Hagvísinum. Hann má finna í heild sinni hér (SMELLIÐ).