Jólin sungin inn á Akranesi

SSVFréttir

Í dag, 1. desember opna Skagamenn fyrsta gluggann á árlegu jóladagatali sínu og syngja inn jólinn. Er þetta í þriðja skipti sem verkefnið fer af stað og hefur glatt Skagamenn og í raun landsmenn alla á aðventunni.

Skaginn syngur inn jólin hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í öll skiptin og hefur verkefnið vaxið og dafnað þau þrjú ár sem það hefur farið fram. Fjölmargir koma að framleiðslu hvers atriðis allt frá tónlistarmönnum til kvikmyndaframleiðenda. Eru það Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson sem sjá um kynningar á atriðunum en ásamt þeim er Heiðar Mar Björnsson hjá Muninn kvikmyndagerð sem sér um skipulagningu og utanumhald.

Fyrsti glugginn var sum sé opnaður í dag og það var einmitt annar kynnirinn sem reið á vaðið og óhætt að segja að desember hafi verið startað með hvelli í ár!

Næsti gluggi opnar svo á morgun og koll af kolli fram á aðfangadag, og verður gaman og hátíðlegt að fylgjast með!

Hér má sjá 1. Desember 2022