Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022

VífillFréttir

Í dag fór skýrslan Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022 á heimasíðu SSV. Hún gekk út á meta stöðu fyrirtækja í öllum landshlutum, væntingar þeirra, afstöðu í ýmsum málum og fyrirætlanir varðandi starfsmannamál og fjárfestingar ásamt ýmsu fleiru. Greining hennar byggir á skoðanakönnun þar sem 1.644 fyrirtæki tóku þátt, þar af 344 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. Meðal niðurstaðan var að finna:

  • Fleiri fyrirtæki vilja fjölga fólki en þau sem vilja fækka.
  • Af átta atvinnugreinum jukust ráðningaráform frá 2019 áberandi mest hjá ferðþjónustunni og fyrirtækjum í mannvirkjagerð.
  • Breytingin var áberandi mest í fyrirhuguðum fjárfestingum á milli kannana (2022 og 2019) hjá hinu opinbera og mannvirkjagerð.
  • 29% fyrirtækja er í þörf fyrir menntað vinnuafl.
  • Orðaský gefur til kynna að mest sé leitað að iðnaðarmönnum og fólki með meiraprófsréttindi. Trésmiðir og kokkar eru þær iðngreinar sem oftast eru nefndar en tölvunar-, viðskipta- og markaðsfræði af háskólagreinum.
  • 24% fyrirtækja eru í þörf fyrir starfsfólk með ákveðna færni og sérstaklega þau sem eru á Vestfjörðum og Austurlandi.
  • Orðaský bendir til að mest sé kallað eftir meiri starfsreynslu, meiri samskiptafærni, fólki sem getur unnið sjálfstætt. Einnig þjónustulund, tölvufærni, stjórnunar- og söluhæfileikum svo það helsta sé nefnt.

Margt annað áhugavert er að finna í skýrslunni. Skýrsluna í heild sinni má finna hér (SMELLIÐ). Sérstaka umsögn um Vesturland er að finna hér (SMELLIÐ).