Sameiginlegt þjónustusvæði fyrir fatlaða

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Þann 8. október sl. undirrituðu sveitarfélögin á Vesturlandi samning um að mynda sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða en stefnt er að því að málaflokkurinn flytjist yfir til sveitarfélaganna 2011. Mynduð verða þrjú félagsþjónustusvæði en stjórn SSV er ábyrg fyrir samningnum gagnvart sveitarstjórnum.

Sveitarfélögin á Vesturlandi eru nú þegar farin að vinna að undirbúningi yfirtökunnar enda mikið í húfi að vel til takist.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa sveitarfélaganna undirrita samninginn en hann var undirritaður við hátíðlega athöfn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Samninginn má nálgast hér.