NORA auglýsir eftir umsóknum um styrki.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Nora auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna nokkrum sviðum eins og: Auðlindir sjávar, ferðamál, upplýsingatækni og annað samstarf

Vinnumálastofnun/ Félagasmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Gengur þú með viðskiptahugmynd í maganum ? Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna. Umsóknarfrestur er til 20 mars 2006 og eru til úthlutunar 25 milljónir króna. Upplýsingar veitir Líney Árnadóttir, í síma 455 4200 eða á netfanginu liney.arnadottir@svm.is Sjá nánar : http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnumal-kvenna/styrkir-til-atvinnumala-kvenna/

Veðurathugunarstöð við Fíflholt

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Þjónustusamningur milli Veðurstofu Íslands og Sorpurðunar Vesturlands hf. um rekstur veðurstöðvar í Fíflholtum. Sorpurðun Vesturlands hf. og Veðurstofa Íslands hafa gert með sér samning um sameiginlega kostun á uppsetningu og rekstur veðurathugunarstöðvar í Fíflholtum. Veðurstofan sér um rekstur, eftirlit og viðhald sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar við sorpurðunarstöðina í landi Fíflholta og er stefnt að því að hún verði komin í gagnið eigi síðar en 1. mars 2006.

Undirritun menningarsamnings.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á aðalfundi SSV sem haldinn var í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd 28. október sl. var undirritaður menningarsmaningur milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hins vegar. Var um að ræða mikinn gleðidag fyrir sveitarstjórnarmenn og aðstandendur menningarmála því unnið hefur verið að menningarsamningi í nokkur ár.

Stjórn SSV ályktar um Sundabraut

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að verja hluta af söluandvirði Símans til samgöngumála. Einkum fagnar stjórn SSV þeirri ákvörðun að leggja skuli 8 milljarða í uppbyggingu Sundabrautar en minnir jafnframt á mikilvægi þess fyrir Vestlendinga að Sundabraut verði lögð alla leið upp á Kjalarnes.

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd föstudaginn 28. október 2005 og hefst kl. 10 Dagskrá fundarins verður birt fljótlega.

Laust starf – starfmaður í atvinnuráðgjöf.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa atvinnuráðgjafa í fullt starf með staðsetningu á Snæfellsnesi en starfssvæðið er Vesturland. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun, helst af rekstrar- og/eða á ferðaþjónustusviði. Auglýst er eftir fjölhæfum, traustum einstaklingi sem á gott með að vinna sjálfstætt og setja sig inn í mismunandi aðstæður. SSV – þróun og ráðgjöf starfa samkvæmt samningi við Byggðastofnun um verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar

Laust starf á skrifstofu SSV.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa öflugan skrifstofumann á skrifstofu sína að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. SSV óska eftir að ráða öflugan skrifstofumann til starfa á skrifstofu sinni að Bjarnarbraut 8, í Borgarnesi. Auglýst er eftir fjölhæfum og traustum einstaklingi með frumkvæði og rekstrarmenntun.

Ályktun stjórnar SSV um Landbúnaðarstofnun.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var 12. apríl sl. samþykkti stjórn eftir farandi ályktun. ,,Stjórn SSV fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra um Landbúnaðarstofnun, þar sem stefnt er að faglegri stjónrsýslustofnun í landbúnaði. Stjórnin minnir á að á Hvanneyri í Borgarfirði slær hjarta íslensks landbúnaðar og telur augljóst að hin nýja landbúnaðarstofnun verði staðsett þar í sambýli við Landbúnaðarháskóla Íslands og margar aðrar fagstofnanir landbúnaðarins. Það yrði því mikill akkur

Stjórn SSV ályktar um lækkun gjald í Hvalfjarðargöng.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Lækkun Hvalfjarðargangagjalds. Stjórn SSV fagnar lækkun gjalds í Hvalfjarðargöng og telur að hér sé um mikilvægt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa svæðisins. Stjórn SSV telur jákvæð áhrif Hvalfjarðarganga ótvíræð eins og nýleg skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganga sýnir. Bent skal þó á að nauðsynlegt er, ferðaþjónustunnar vegna, að gjald fyrir stakar ferðir lækki einnig.