Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV í viðtali í morgunútvarpi Rásar 1

SSVFréttir

  Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV var í viðtali í dag í morgunútvarpi Rásar 1 þar sem rætt var um Sóknaráætlun Vesturlands sem og ýmis verkefni og málefni sem eru ofarlega á baugi á Vesturlandi. Hér að neðan er slóðin inn á viðtalið. https://www.ruv.is/frett/undirbua-adgerdir-til-ad-hindra-fjukandi-rusl  

Helga Guðjónsdóttir til liðs við atvinnuráðgjöf SSV

SSVFréttir

Helga Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá SSV tímabundið í fjarveru Margrétar Bjarkar Björnsdóttur sem er farin í ársleyfi. Margrét tók á dögunum við starfi forstöðumanns Markaðsstofu Vesturlands og er ráðin til eins árs. Helga mun sinna verkefnum hjá atvinnuráðgjöf SSV og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Grunnskólabörn í garði Snorra Sturlusonar

SSVFréttir

Í síðustu viku fór fram Barnamenningarhátíð í Reykholti og þar mættu börn á miðstigi frá fimm skólum á Vesturlandi og fá þau innsýn inn í miðaldarlíf Íslendinga. Þau upplifa staðinn og listamennina ásamt því að leggja fram sinn afrakstur úr náminu en þau hafa væntanlega öll þurft að takast á við Snorra Sturluson og miðaldir einhverntíma á síðustu þremur árum. …

Græn lán hjá Byggðastofnun

SSVFréttir

Eins og kynnt var á ársfundi Byggðastofnunnar í síðasta mánuði hefur nýjum lánaflokki verið hleypt af stokkunum sem nefnist „Græn lán“.  Lánaflokkar stofnunarinnar eru því nú orðnir fimm og úrvalið aldrei verið meira. Í lok maí munu lánasérfræðingar stofnunarinnar heimsækja Suður- og Austurland og halda þar kynningar á lánaflokkunum öllum og taka viðtöl við áhugasama. Ráðgert er að hin landsvæðin og …

Unnið að Sóknaráætlun 2020-2024

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hélt á dögunum íbúaþing í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn var vel sóttur eða um 50 manns mættu til að koma sínum hugmyndum og skoðunum um það hvernig þeir myndu vilja sjá landshlutann þróast næstu fjögur árin. SSV vinnur þessa dagana að því að gera Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 með liðsinni ráðgjafafyrirtækisins Capacent sem einmitt stýrðu þinghaldinu. Yfirskrift …

Menning og atvinnulíf á landsbyggðinni

SSVFréttir

Á dögunum birtist grein eftir Vífil Karlsson, hagfræðing hjá SSV, í nýju vefriti um menningu sem heitir „Úr vör“. Þar segir frá nýjum tölum yfir hversu vel atvinnulífið á landsbyggðunum nær að „beisla“ menningu og listir í sína þágu. Greinin byggir á stórri könnun meðal fyrirtækja á landsbyggðunum. Lesa má greinina hér. Einnig birtist fyrir helgi grein í tengslum við …

Bilun í símkerfi SSV

SSVFréttir

Það er bilun í símkerfi SSV sem stendur og biðjum við þá sem eru að reyna að ná í okkur að hafa samband í gsm númer starfsmanna Starfsfólk SSV

Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir áhugaverðu íbúaþingi mánudaginn 6 maí 2019  undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu.                                                        Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl.13.00 og mun standa …