Stjórn SSV ályktar um veggjöld

SSV Fréttir

Á fundi sínum 12. desember s.l. samþykkti stjórn SSV samhljóða svohljóðandi ályktun um veggjöld. „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar áformum um að notuð verði veggjöld til að fjármagna stórfelldar og nauðsynlegar samgöngubætur sem fyrirhugaðar eru á næstu árum.  Með innheimtu veggjalda er einnig hægt að fjármagna átak til uppbyggingar á leiðum á Vesturlandi eins og Uxahryggjum, Skógarströnd og fjölmörgum …

Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

Vífill Fréttir

Í haust flutti Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, erindi sem hann kallaði „Sældarhagkerfið og byggðamál: Að hvað miklu leyti hafa umhverfisþættir áhrif á ákvörðun um búsetuval einstaklinga?“. Erindið var flutt á Byggðaráðstefnu Byggðastofnunar sem var í Stykkishólmi. Þar sagði hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um það að hve miklu leyti umhverfisþættir eins og náttúrugæði, friðsæld og fleira hefðu …

Snæfellsbær hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018

SSV Fréttir

Snæfellsbær hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Verkið var unnið á árunum 2015 – 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem …

Niðurstöður íbúakönnunar nú á pólsku og ensku

Vífill Fréttir

Samtök sveitarfélaga í flestum landshlutum stóðu fyrir gerð íbúakönnunar árin 2016 og 2017. Hún var að þessu sinni þýdd á pólsku og ensku til að ná til útlendinga búsetta hérlendis. Í dag voru settar meginniðurstöður hennar fram á pólsku (slóð inn hér) og ensku (slóð inn hér) þar sem afstaða útlendinga sem búa á Íslandi er tekin sérstaklega út og borin …

Veiðigjöld í Norðvestur kjördæmi

Vífill Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi  ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óskuðu eftir því við Deloitte,  að skoða afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árin 2016 og 2017 og horfa þá einkum til veiðigjalda þau árin. Úttekt Deloitte má finna hér (Hlekkur hér, smellið). Í kjölfarið var samin sameiginleg ályktun. Í framhaldi var hópurinn boðaður á fund atvinnumálanefndar Alþingis og voru megindrættir niðurstöðu …