Nýsköpunardegi SSV 2020 aflýst

SSV Fréttir

Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta við að halda Nýsköpunardag SSV og úthlutunarhátíð sökum vaxandi kórónuveirusmita í samfélaginu. Því miður er þetta niðurstaðan en brýnt er að sýna ábyrgð og vera ekki að stefna fólki víðsvegar að á viðburð á þessum tímum.  

Ráðstefna um karlmennsku, föstudaginn 9. október

SSV Fréttir

,,Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi. Hvernig tökum við umræðuna um líðan og stöðu karlmanna upp á næsta stig?“ er yfirskrift ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Háskólinn á Bifröst standa fyrir um karlmennsku, mismunandi líðan karla og stöðu þeirra á Bifröst föstudaginn 9. október kl. 14-16. Nánari upplýsingar og skráning á virk.is

SSV hlýtur styrk til að kanna möguleika á samþættingu skóla- og tómstundaaksturs og almenningssamgangna

SSV Fréttir

SSV hefur hlotið 2 milljónir króna í styrk til að skoða möguleika á því hvort hægt sé að samþætta skóla- og tómstundaakstur og almenningssamgöngur á Vesturlandi. Að þessu sinni var 32,5 milljónum króna úthlutað til 11 verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2020 og 2021 en fyrirheit hafa verið gefin um styrki að heildarupphæð 47,3 milljónum króna á árunum 2020-2023. …

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

SSV Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Ráðgjafi á vegum SSV býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Hægt er að …

Matvælasjóður er með opið fyrir umsóknir til 21. september

SSV Fréttir

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Umsóknarfrestur í Matvælasjóð er til og með 21. september. Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Matvælasjóðs. Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa: Helga …

Ráðstefna og málstofa um aukna nýtingu félagsheimila á Vesturlandi

SSV Fréttir

Á Vesturlandi eru samtals 33 félagsheimili og menningarhús og eru þau jafn fjölbreytileg eins og þau eru mörg. Þau eru flest í eigu sveitarfélaganna eða félagasamtaka og er rekstrarform þeirra mismunandi eftir aðstæðum. Það er farið að vera algengt vandamál þessara mannvirkja að nýting þeirra hefur dregist saman með breyttum tíðaranda og sum staðar er nýtingin lítil sem engin. Þetta …

Kristján Þór opnar fyrir umsóknir í Matvælasjóð

SSV Fréttir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Umsóknarfrestur er 21. september. Nánar á vef stjórnarráðsins 

Ný stjórn SSV tekur til starfa

SSV Fréttir

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar SSV þann 26. ágúst sl. var Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar kosinn varaformaður SSV og Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði kosinn ritari. Lilja Björg Ágústsdóttir er formaður SSV en hún var kjörin á aðalfundi SSV sem haldin var þann 15. júní sl.  

Stjórn SSV ályktar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða

SSV Fréttir

Stjórn SSV ályktaði um fyrirkomulag hrognkelsaveiða á stjórnarfundi 26. ágúst sl. en undanfarið hafa sveitarfélög á Vesturlandi hvatt stjórnvöld til þess að endurskoða fyrirkomulag veiðanna. Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um fyrirkomulag hrognkelsaveiða er svo hljóðandi: „Stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hvetur Alþingi til þess að taka til umfjöllunar breytingar á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða.  Nauðsynlegt er að nýtt fyrirkomulag taki gildi …

Sævar verður fulltrúi í stafrænu ráði Sambands íslenskra sveitarfélaga

SSV Fréttir

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi verður fulltrúi Vesturlands í nýju stafrænu ráði sveitarfélaga.  Verkefni ráðsins er að koma á miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni þjónustu og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana. Stjórn SSV skipaði Sævar í ráðið á stjórnarfundi þann 26. ágúst sl.