Starfamessa 2025 er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Haldnar verða þrjár starfamessur í öllum framhaldsskólum á Vesturlandi: ● Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði þann 30. september ● Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) þann 1. október ● Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranes (FVA) þann 3. október. Hvað er Starfamessa? Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og …
Á ráðstefnu í Skotlandi
Vífill Karlsson sótti ráðstefnu NORA sem hafði yfirskriftina: Búum eyjasamfélögum sjálfbæra framtíð. Ráðstefnan var í Stornoway á Lewis eyju í Skotlandi dagana 1-3 júlí. Þar flutti hann erindi sem fjallaði um hvort nýsköpun sé mismunandi eftir atvinnugreinum á Íslandi og skapandi greinum veitt sérstök athygli. Einnig hvort munur væri eftir landshlutum á Íslandi eða hvort þættir eins og stærð nærsamfélagsins …
BARNÓ – BEST MEST VEST!
Barnamenningarhátíð Vesturlands – sem haldin verður í fyrsta skipti yfir allan landshlutann í haust hefur hlotið nafn. Dómnefnd, skipuð börnum víðsvegar að af Vesturlandi hittust á Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi og völdu nafnið. Þau gerðu gott betur, en slagorð hátíðarnnar var valið úr tillögunum. Sú tillaga sem var hlutskörpust var Barnó og er höfundur hennar Kristín Lind Estrajher sem er …
Útvarpsstjóri heimsótti Vesturland
Nýverið heimsótti Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Vesturland og fundaði með fulltrúum sveitarfélaga og SSV. Fundurinn fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi, en þar hefur RÚV verið með aðstöðu um árbil. Á fundinum kynnti útvarpsstjóri starfsemi RÚV og drög að nýrri landsbyggðarstefnu. Í kjölfar kynningarinnar varð góð og gagnleg umræða um starfsemi RÚV á Vesturlandi, en Gísli Einarsson ritstjóri Landans tók einnig …
Styrkir til hringrásarverkefna
Í vor auglýsti SSV eftir styrkumsóknum fyrir verkefni í anda hringrásarhagkerfis á Vesturlandi. Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands; Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem hefur verið í gangi undanfarin misseri. Horft var til grasrótarverkefna sem hafa það að markmiði að auka vitund um hringrásarhagkerfi og sporna við sóun. Sérstaklega var horft til verkefna er snúa að matarsóun, fatasóun og …
Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort …
Veiðigjöld hækka nú hlutfallslega minnst hjá smæstu bátunum – eða hvað?
Fyrir nærri tveimur vikum síðan bárust fréttir af nýjum tillögum ríkisstjórnarinnar að áformum hennar um að hækka veiðigjöld. Tillagan fól í sér hækkun afsláttar af fyrstu tonnum sem hvert skip veiðir ásamt hækkunar á afsláttarmörkunum sjálfum. Rúmum sólarhring síðar bárust fréttir að því að Skatturinn hefði komist að annarri niðurstöðu og nokkuð hærri er varðar veiðigjald á hvert kíló fiskafla. …
Könnun um stöðu handverks á Íslandi
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) hefur umsjón með framkvæmd könnunar um stöðu handverksfólks á Íslandi, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Handverks og hönnunar. Markmiðið með könnuninni er að öðlast dýpri skilning á umhverfi handverksfólks á Íslandi í víðu samhengi og bera kennsl á þá þætti sem þarfnast umbóta með þarfir iðkenda í huga. Tilgangurinn er að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein, stuðla að …
Sóknaráætlun landshlutanna
Framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna skrifuðu grein um Sóknaráætlanir sem birt er á miðlum landsins. Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er …
,,Veggurinn sem vaknar“ Menningarhúsinu Dalíu í Búðardal
Áhrifamikið verk prýðir nú austurvegg menningarhússins Dalíu í Búðardal og endurspeglar tengsl fólks og staðar í gegnum tíma og tilveru. „Það táknar djúp tengsl okkar við landið og fólkið sem hefur komið í Dalina. Það tengir fortíð og nútíð og vísar til framtíðar. Í listinni vinnum við með sögur og hefðir, en tökum á móti nýjum sjónarmiðum og endurspeglum hvernig …