Vegaúttekt á Vesturlandi

SSV Fréttir

Út er komin úttekt Ólafs Guðmundssonar um ástand vega á Vesturlandi. Úttektin var kynnt á fundum um samgöngumál sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð fyrir í október s.l. Ólafur er ráðgjafi og hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfinu á Íslandi. Fundir voru haldnir í Borgarnesi, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmi. Hér má nálgast úttektina: Vegaúttekt á Vesturlandi  

Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024

SSV Fréttir

Við kynnum „Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024“ en hún er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á fimm grunnþáttum; velferð, umhverfi, samgöngur, menning og atvinna. Þá voru allir þessir grunnþættir tengdir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni eru sett fram skýr mælanleg markmið og áherslur sem verða …

Kynningarfundir – Uppbyggingarsjóður

SSV Fréttir

OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR – Umsóknarfrestur til miðnættis 12. desember RÁÐGJAFAR Á VEGUM SAMTAKA SVEITARFÉLAGA Á VESTURLANDI verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að fá ýmsar upplýsingar um gerð umsókn, styrkhæfni verkefna o.fl. KYNNINGAR OG VIÐTÖL VIÐ ATVINNU- OG MENNINGARRÁÐGJAFA VERÐA Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM Mánudagur 2. desember Akranes  kl. 10:00-12:30 í Landsbankahúsinu við Akratorg  …

Vel heppnuð afmælishátíð SSV

SSV Fréttir

Föstudaginn s.l. fögnuðu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 50 ára afmæli. Í tilefni dagsins var blásið til ráðstefnu um framtíð Vesturlands þar sem sviðsmyndagreining um þróun atvinnulífs á Vesturlandi unnin af KPMG var kynnt og fjórir ungir Vestlendingar voru með erindi um sína sýn á framtíð landshlutans. Þá voru pallborðsumræður um framtíð Vesturlands endapunktur ráðstefnunnar en í pallborðinu sem Gísli Einarsson …