Áfangastaðaáætlun Vesturlands fer vel af stað.

SSV Fréttir

Vinna við Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi (ÁFÁ Vest.) er nú farin að skila árangri við framþróun ferðamála á Vesturlandi. Búið er að skila inn til Ferðamálastofu (FMS) sóknaráætlun ferðamála þ.e. niðurstöðum úr áætlunarvinnunni, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Áfangastaða-áætlunar ferðamála á Vesturlandi 2018-2020. Það var þó gert með fyrirvara um að eftir væri að kynna þessa vinnu og niðurstöður áætlunarinnar fyrir nýjum …

Byggðaráðstefnan 2018

SSV Fréttir

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi.  Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?   Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, …

Símakerfið niðri

SSV Fréttir

Vegna bilunnar í simakerfi í Borgarnesi liggur allt síma og netkerfi niðri, ekki er vitað hvað þetta verður lengi.

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga.

SSV Fréttir

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn á Hótel Glym dagana 6 og 7 júní s.l.  Á fundinum tóku þátt formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka ásamt gestum sem að þessu sinni voru þau Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur í byggðamálum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.  Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í starfsemi …

Afhending þrívíddarprentara á Snæfellsnesi.

SSV Fréttir

„ Við úrskrift úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga fyrr í sumar afhenti Hafdís Bjarnadóttir varaformaður SSV fjölbrautarskólanum þrívíddarprentara að gjöf.  Einnig afhenti hún Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samskonar prentara að gjöf sem verða staðsettir í grunnskólum sveitarfélaganna.  Uppsetning þrívíddarprentarana er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem ber heitið Nýsköpun, frumkvöðlar og tæknimenntun.   Kaupin á prenturunum eru að mestu fjármögnuð í gegnum verkefnið, …

Ályktanir stjórnar SSV um samgöngumál.

SSV Fréttir

Ályktanir um samgöngumál Á fundi stjórnar SSV þann 13 júní s.l var ályktað um samgöngumál. Kynntar voru ályktanir um samgöngumál frá fundi bæjarstjórnar Akraness nr. 1276 þann 12. Júní s.l. um Sundabraut og Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Stjórn SSV tekur undir umræddar ályktanir bæjarstjórnar Akraness enda hefur ítrekað verið ályktað um þær á þingum SSV og í Samgönguáætlun Vesturlands kemur skýrt …

Vefsjá SSV og West.is

SSV Fréttir

„Við vekjum athygli á því að búið er að setja Vefsjá Vesturlands inn á heimasíðu SSV  og innan skamms verður hún einnig aðgengileg á síðu Vesturlandsstofu west.is.  Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Hvítárósi ehf., sem er ungt fyrirtæki á Vesturlandi sem sérhæfir sig m.a. í landfræðilegum gagnagrunnum.  Vefsjáin hefur að geyma fjölmargar upplýsingar um Vesturland og er sérstaklega hugsuð fyrir …