Snæfellsbær hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018

SSV Fréttir

Snæfellsbær hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Verkið var unnið á árunum 2015 – 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem …

Niðurstöður íbúakönnunar nú á pólsku og ensku

Vífill Fréttir

Samtök sveitarfélaga í flestum landshlutum stóðu fyrir gerð íbúakönnunar árin 2016 og 2017. Hún var að þessu sinni þýdd á pólsku og ensku til að ná til útlendinga búsetta hérlendis. Í dag voru settar meginniðurstöður hennar fram á pólsku (slóð inn hér) og ensku (slóð inn hér) þar sem afstaða útlendinga sem búa á Íslandi er tekin sérstaklega út og borin …

Veiðigjöld í Norðvestur kjördæmi

Vífill Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi  ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óskuðu eftir því við Deloitte,  að skoða afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árin 2016 og 2017 og horfa þá einkum til veiðigjalda þau árin. Úttekt Deloitte má finna hér (Hlekkur hér, smellið). Í kjölfarið var samin sameiginleg ályktun. Í framhaldi var hópurinn boðaður á fund atvinnumálanefndar Alþingis og voru megindrættir niðurstöðu …

G.RUN hlýtur Nýsköpunarverðlaun SSV

SSV Fréttir

Í gær voru Nýsköpunarverðlaun SSV veitt á Nýsköpunardegi SSV. Það var fyrirtækið G.Run sem fékk verðlaunin þetta árið og er það vel að því komið. G.Run á rætur að rekja til ársins 1947, en hefur starfað í núverandi mynd frá því árið 1974.  Þetta er miðlungsstórt sjávarútvegsfyrirtæki á landsvísu sem rekur útgerð og bolfiskvinnslu.  Hjá fyrirtækinu starfa 85 manns. Í …

Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir á Nýsköpunardegi SSV

SSV Fréttir

Í gær var haldin hátíðlegur Nýsköpunardagur SSV í Tónbergi, húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi þar sem Nýsköpunarverðlaun Vesturlands voru afhent ásamt 18 styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina en byrjað var á því að veita styrki til þeirra 18 verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni úr Uppbyggingarsjóðnum til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Alls voru veittir styrkir …

SSV hlýtur styrki til uppbyggingar Vínlandsseturs í Dalabyggð og eflingu Gestastofu Snæfellsness

SSV Fréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlaut tvo styrki en það var annars …