Út er komin skýrsla sem Blámi, í samstarfi við Gleipni, vann fyrir SSV um hvernig best væri að tryggja íbúum á Vesturlandi betra aðgengi að hagkvæmari og öruggri húshitun. Sérstaklega er horft til þéttbýlisstaða í Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæjar, auk þess sem horft er til dreifbýlis í heild sinni á Vesturlandi þar sem íbúar þurfa að reiða sig á rafkyndingu. Markmiðið …
Kjartan Ragnarsson hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar 2025
Á Grímunni, verðlaunahátíð Sviðslistasambands Íslands 2025 var Kjartani Ragnarssyni veitt heiðursverðlaun fyrir framlag hans á sviði sviðslista. Spannar ferill Kjartans rúm sextíu ár og eftir hann liggja leikverk á borð við Týnda teskeiðin, Saumastofan og fleiri. Hér á Vesturlandi þekkjum við Kjartan best fyrir mikið brautryðjendastarf á sviði menningarferðaþjónustu. Hann, ásamt eiginkonu sinni Sigríði Margréti Guðmundsdóttur stofnsettu Landnámssetur Íslands í …
Menningar- og velferðarsvið ferðast um Snæfellsnes
Í maímánuði 2025 fór menningar- og velferðarsviði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í vettvangsferð um Snæfellsnes með það að markmiði að heimsækja stofnanir sem sinna fjölbreyttum málefnum sviðsins, en með sérstakri áherslu á öldrunarþjónustu. Heimsóknirnar veittu dýrmætt tækifæri til að kynnast frekar starfseminni á svæðinu og efla tengslanetið við starfsfólk og íbúa um stöðu og framtíð þjónustunnar. Í Stykkishólmi var dvalarheimilið …
Barnamenningarhátíð Vesturlands hlýtur hæsta styrk úr Barnamenningarsjóði
Logi Einarsson, menningarmálaráðherra með Elfu Lilju Gísladóttur, verkefnastjóra Listar fyrir alla, Anna Sigríður Arndal frá Vestfjarðarstofu, Signý Ormarsdóttir hjá Austurbrú og feðgarnir Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi og Dagur Sigurður fyrir hönd SSV. Á degi barnsins, sem er alltaf síðasta sunnudaginn í maí-mánuði var úthlutað styrkjum úr Barnamenningarsjóði. SSV var þá úthlutað hæsta styrknum, eða 5,5 milljónum til að halda Barnamenningarhátíð Vesturlands …
Veiðigjöld hækka hlutfallslega mest hjá smæstu bátunum
Þegar skoðað er hvernig hækkun veiðigjalds gæti hækkað eftir stærð fiskiskipa, í veiðimagni talið, kemur í ljós að hún er hlutfallslega mest hjá þeim smæstu. Það eru þau sem veiða á bilinu 1 til 349 tonn á ári. Þetta leiða útreikningar í ljós sem sagt er frá í nýrri Glefsu. Síðan lækkar hækkunin hlutfallslega og nær lágmarki í rúmlega 1000 …
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina 2025
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur hlotið Eyrarrósina 2025, viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni. Þetta er í nítjánda sinn sem Eyrarrósin er veitt, en afhending fór fram við hátíðlega athöfn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þann 15. maí, en Alþýðuhúsið hlaut verðlaunin eftirsóttu árið 2023. Verðlaunin voru afhent af herra Birni Skúlasyni, maka forseta Íslands og verndara Eyrarrósarinnar. Verðlaunin fela …
Kári Viðarsson og Frystiklefinn hljóta Landstólpann 2025
Kári Viðarsson, leikari og menningarfrömuður í Rifi, hefur hlotið Landstólpann 2025 – viðurkenningu Byggðastofnunnar fyrir einstakt framlag til samfélags og menningarlífs á Snæfellsnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin fer til aðila á Vesturlandi. Landstólpinn er árleg viðurkenning sem veitt er einstaklingum, hópum eða verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun, styrkt samfélag sitt og sýnt frumleika og …
Öruggt Vesturland – fjölmenni á samráðsfundi
Nær hundrað manns tóku þátt í fyrsta samráðsfundi Öruggara Vesturlands í gær, 6. maí 2025 að Hótel Hamri í Borgarnesi. Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum fyrir rúmu ári síðan. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar, þar af öll sveitarfélögin í landshlutanum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, mennta- og fjölbrautaskólar á Vesturlandi, Vesturlandsprófastsdæmi, Íþróttasamböndin, sýslumaðurinn á Vesturlandi, Samtök sveitarfélaga …
Opinn fundur – Landsnet – Kerfisáætlun 2025-2034
Höldum áfram samtalinu um kerfisáætlun Á morgun, þriðjudaginn 6. maí, verðum við í Borgarnesi og bjóðum íbúa að taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð raforkukerfisins. Við viljum heyra frá þér – hvaða áskoranir blasir við? Hvar liggja tækifærin? Komdu og láttu rödd þína heyrast. Við hlökkum til að sjá ykkur – þátttaka þín skiptir máli!
Opið kall: Styrkir til verkefna í anda hringrásarhagkerfisins
Áhersluverkefni sóknaráætlunar; Flokkun í anda hringrásarhagkerfisins hefur verið í gangi undanfarin ár. Meðal þess sem unnið hefur verið að í þessu verkefni er ráðgjöf til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna breytinga á úrgangslöggjöf og ráðgjöf til rekstraraðila um flokkun og úrgangsstjórnun með sérstaka áherslu á lífrænan úrgang. Ákveðið hefur verið að á árinu 2025 verði annars vegar ráðist í gerð nýrrar …