Öll sveitarfélögin á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar

SSV Fréttir

Öll sveitarfélögin á Vesturlandi standa með Akraneskaupstað og kæra jafnframt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Eins og fram kom fyrr í vikunni hefur Akraneskaupstaður kært ákvörðun Skipulagsstofnunar og nú hafa átta sveitarfélög fylgt í kjölfarið. Það eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær sem hafa nú kært ákvörðunina með sömu forsendum og Akraneskaupstaður. Sjá fyrri fréttatilkynningu: …

Sumarlokun SSV

SSV Fréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 15 júlí, opnum aftur þriðjudaginn 6 ágúst.

Haustþing SSV 2019

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda sitt árlega haustþing þann 25. september n.k. í Ólafsvík. Nánar auglýst síðar.

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði.

SSV Fréttir

Matvælastofnun vekur athygli á því að skila þarf inn umsóknum um nýliðunarstyrk í landbúnaði á Bændatorginu eigi síðar en 1. september næstkomandi. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í búskapi. Til að eiga rétt á nýliðunarstuðningi þarf fólk að uppfylla kröfur reglugerðar. Þar er m.a. kveðið á um að umsækjendur þurfi að vera …

Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi lætur af störfum

SSV Fréttir

  Elísabet Haraldsdóttir lét af störfum sem menningarfulltrúi Vesturlands 1 júlí s.l. eftir 13 ára farsælt starf.  Elísabet var ráðin til starfa sem menningarfulltrúi árið 2006 eftir að Menningarráð Vesturlands var stofnað og sveitarfélögin á Vesturlandi höfðu gert samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stuðning við menningarstarf.  Eftir að Menningarráðið var lagt niður í árslok 2013 var starf menningarfulltrúa fært …

Fyrirtækjakönnun á Íslandi: Vesturland

SSV Fréttir

Í dag var gefin út fyrsta Deiglan og inniheldur hún fyrstu fyrirtækjakönnun sem gerð hefur verið á landsbyggðinni. Niðurstöðurnar byggja á spurningakönnun sem var lögð fyrir fyrirtæki í öllum landshlutum, nema á höfuðborgarsvæðinu, í nóvember 2018 og stóð yfir til loka janúar 2019. Nokkuð mörg fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar með í könnuninni en það er af því að …

Frændur vorir Danir sóttir heim

SSV Fréttir

Frásögn af ferð sveitarstjórnarfólks af Vesturlandi til Sjálands í lok apríl Um nokkurt skeið hefur það tíðkast að sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi fari í fræðsluferðir einu sinni á kjörtímabili til að kynna sér málefni sveitarfélaga og byggðaþróunaraðgerðir hjá nágrannaþjóðum. Í tvígang hefur verið farið til Noregs og einu sinni til Skotlands.  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa séð um skipulag og …

Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV í viðtali í morgunútvarpi Rásar 1

SSV Fréttir

  Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV var í viðtali í dag í morgunútvarpi Rásar 1 þar sem rætt var um Sóknaráætlun Vesturlands sem og ýmis verkefni og málefni sem eru ofarlega á baugi á Vesturlandi. Hér að neðan er slóðin inn á viðtalið. https://www.ruv.is/frett/undirbua-adgerdir-til-ad-hindra-fjukandi-rusl