Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

SSV Fréttir

Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.  Markaðsstofur landshlutanna, MAS, ýta á fimmtudaginn úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu …

Sumarlokun SSV

SSV Fréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með miðvikudeginum 15. júlí, opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst.  

Akraneskaupstaður og Brim stofna þróunarfélag

SSV Fréttir

Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað sameiginlegt þróunarfélag. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Niðurstaðan er stofnun þróunarfélags um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. SSV er í hópi aðila sem hafa lýst yfir vilja til að eiga samstarf um að á Akranesi …

Menntun fyrir störf framtíðarinnar

SSV Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, hélt þann 19. maí 2020 stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”. Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum? Nú eru öll erindi ráðstefnunnar aðgegnileg á YouTube síðu skólans. Við hvetjum alla til hlusta á þau frábæru erindi sem fram …

Lilja Björg Ágústsdóttir er nýr formaður SSV

SSV Fréttir

Aðalfundur SSV fór fram mánudaginn 15. júní s.l. Á fundinum var Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð kosin nýr formaður og mun hún taka við formennskunni af Eggerti Kjartanssyni oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps.  Fjórir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, þau Ástríður Guðmundsdóttir úr Skorradalshreppi, Brynja Þorbjörnsdóttir úr Hvalfjarðarsveit, Davíð Sigurðsson úr Borgarbyggð og Atli Svansson úr Eyja- og …

Menningardagskrá Vesturlands

SSV Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Markaðsstofa Vesturlands minna á að skráning í Mennignardagskrá á Vesturlandi lýkur í dag, miðvikudaginn 10. júní. Eru allir sem hafa hug á að standa fyrir menningardagskrá í sumar hvattir til að skrá sín verkefni til leiks á þessari slóð: Menningardagskrá Menningardagskrá á Vesturlandi er samstarfsverkefni SSV og Markaðsstofu Vesturlands sem skuldbinda sig til að kynna …

Aðalfundur SSV 2020

SSV Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Hótel Hamri Borgarnesi, 15. júní kl. 14:30 Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aðalfundi SSV samkvæmt lögum SSV: Skýrsla stjórnar,  félaga  og  rekstrareininga,  sem  SSV  ber ábyrgð á um starfsemi liðins árs Ársreikningar SSV  og  þeirra  félaga  sem  SSV  ber  fjárhagslega ábyrgð á, ásamt skýrslu endurskoðanda Kosning stjórnar og varastjórnar Ákvörðun um laun og þóknun …

Stjórn SSV ályktar um áhrif Covid-19 á rekstur sveitarfélaga á Vesturlandi

SSV Fréttir

Á 154. fundi stjórnar SSV sem haldin var 27. maí sl. bókaði stjórn ályktun um áhrif Covid-19 á rekstur sveitarfélaga á Vesturlandi: „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum Covid-19 á rekstur sveitarfélaga á Vesturlandi. Í nýrri greiningu sem Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV er að vinna þessa dagana um fjármál sveitarfélaganna kemur glöggt fram …