Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSV Fréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til menningarmála Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála Allar upplýsingar um sjóðinn má …

Fjórða iðnbyltingin – styrkir til framhaldsskóla á Vesturlandi

SSV Fréttir

Í ár hefur verið unnið að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um Fjórðu iðnbyltinguna.  Meginmarkmiðið með verkefninu er að framhaldsskólar á Vesturlandi geti aðlagað námsframboð sitt að þeim þáttum sem einkenna Fjórðu iðnbyltinguna.  Þetta var gert með tvennum hætti.  Annars vegar með stuðningi við ráðstefnuna „Menntun fyrir störf framtíðarinnar“ sem Menntaskóli Borgarfjarðar hélt í maí s.l.  Ráðstefnan vakti mikla athygli og er …

Þrjú verkefni hlutu öndvegisstyrk

SSV Fréttir

Í júní auglýsti Uppbyggingarsjóður Vesturlands eftir góðum viðskiptahugmyndum en ákveðið var að veita áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 20 m.kr. styrk. Alls bárust 18 umsóknir og valdi úthlutunarnefnd 4 umsóknir sem fengu 500.000 kr. styrk til að klára heildstæða viðskiptaáætlun fyrir sín verkefni. Um miðjan ágúst bárust síðan inn viðskiptaáætlanir fyrir verkefnin fjögur.  Úthlutunarnefnd fundaði í september og varð niðurstaðan að …

Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir

SSV Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði 19 styrkjum til nýsköpunar og atvinnuþróunar í vikunni en sökum aðstæðna í samfélaginu á covid tímum var hætt við að halda Nýsköpunardag og úthlutunarhátíð eins og vant er. Því var ekki um formlega úthlutunarhátíð að ræða að þessu sinni.  Alls voru veittir styrkir að upphæð 16.325.000 og alls bárust 24 umsóknir í sjóðinn. Verkefnin sem hlutu styrk …

Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum til 30. október

SSV Fréttir

Stjórnvöld hafa ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niðurí lok árs 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Umsóknarfrestur er til og með 30. október. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði …

Nýsköpunardegi SSV 2020 aflýst

SSV Fréttir

Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta við að halda Nýsköpunardag SSV og úthlutunarhátíð sökum vaxandi kórónuveirusmita í samfélaginu. Því miður er þetta niðurstaðan en brýnt er að sýna ábyrgð og vera ekki að stefna fólki víðsvegar að á viðburð á þessum tímum.  

Ráðstefna um karlmennsku, föstudaginn 9. október

SSV Fréttir

,,Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi. Hvernig tökum við umræðuna um líðan og stöðu karlmanna upp á næsta stig?“ er yfirskrift ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Háskólinn á Bifröst standa fyrir um karlmennsku, mismunandi líðan karla og stöðu þeirra á Bifröst föstudaginn 9. október kl. 14-16. Nánari upplýsingar og skráning á virk.is

SSV hlýtur styrk til að kanna möguleika á samþættingu skóla- og tómstundaaksturs og almenningssamgangna

SSV Fréttir

SSV hefur hlotið 2 milljónir króna í styrk til að skoða möguleika á því hvort hægt sé að samþætta skóla- og tómstundaakstur og almenningssamgöngur á Vesturlandi. Að þessu sinni var 32,5 milljónum króna úthlutað til 11 verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2020 og 2021 en fyrirheit hafa verið gefin um styrki að heildarupphæð 47,3 milljónum króna á árunum 2020-2023. …

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

SSV Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Ráðgjafi á vegum SSV býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Hægt er að …