Ráðgjafar SSV eru til þjónustu reiðubúnir!

SSV Fréttir

Til stjórnenda fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðila á Vesturlandi, Á tímum heimsfaraldurs vegna Covid-19 ríkir víða óvissa og eðlilega eru margir áhyggjufullir um framtíð síns reksturs. Ráðgjafar SSV í atvinnuþróun og menningu fylgjast grannt með framvindu mála og þessum óvissutímum og geta aðstoðað, veitt ráðgjöf og miðlað upplýsingum til fyrirtækja og rekstraraðila á Vesturlandi. ATVINNURÁÐGJÖF SSV MENNINGARFULLTRÚI SSV

Aðgerðir vegna efnahagsáhrifa Covid-19

SSV Fréttir

Hér má finna samantekt yfir helstu úrræði og aðgerðir sem ríkið hefur ráðist í vegna efnahagsáhrifa Covid-19: Aðgerðir stjórnvalda Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf Frestun opinberra gjalda Atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls Minnkað starfshlutfall sjálfstætt starfandi einstaklinga Reiknivél fyrir minnkað starfshlutfall Breytingar á tryggingafé fyrir ferðaþjónustuaðila Vinnumálastofnun – spurningar og svör um launagreiðslur í sóttkví og fleira Byggðastofnun – skilmálabreytingar Greiðslufrestir á …

Aðalfundi SSV frestað

SSV Fréttir

Stjórn SSV hefur ákveðið að fresta aðalfundi samtakanna sem halda átti 1. apríl n.k. um óákveðin tíma vegna samkomubanns. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Sjóðir sem styrkja barnamenningu á Íslandi

SSV Fréttir

SSV vekur athygli á sjóðum sem styrkja barnamenningu á Íslandi. Annars vegar er það Barnamenningarsjóður Íslands sem auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er 1. apríl næstkomandi! Nánar á: Rannís – barnamenningarsjóður Þá auglýsir „List fyrir alla“ eftir umsóknum sem miðast við að bjóða uppá og miðla fjölbreyttum listviðburðum fyir börn á grunnskólaaldri, óháð búsetu. Umsóknarfrestur er 20. mars næstkomandi. Nánar á: …

Útgáfa Velferðarstefnu Vesturlands

SSV Fréttir

Í dag, 12. mars er útgáfudagur Velferðarstefnu Vesturlands. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa í auknu mæli farið í stefnumótunarvinnu fyrir landshlutann og eru velferðarmál hluti af þeim verkefnum. Við vinnslu velferðarstefnunar var skipaður starfshópur aðila í velferðarmálum á Vesturandi. Það eru fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, dvalar- og hjúkrunarheimilum, æskulýðs-, tómstunda- og forvarnarfulltrúa, stjórnslýslunni, stjórn SSV og frá Starfsendurhæfingu Vesturlands. Auk …

Fyrsta alíslenska byggmjólkin að koma á markað

SSV Fréttir

Þessa dagana er ný Byggmjólk sem er jurtadrykkur unnin úr íslensku byggi að fara í sölu í ýmsum verslunum hér á landi.  Byggmjólkin er framleidd af Kaju Organic á Akranesi.  Kaja Organic fékk fyrir tveimur árum öndvegisstyrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að þróa og undirbúa framleiðslu á Byggmjólkinni. Í tilefni þess að Byggmjólkin er komin í framleiðslu og er að …

Ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga frestað

SSV Fréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars n.k. vegna COVID-19 veirunnar. Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum.

Barnamenningarhátíð á Akranesi fær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands

SSV Fréttir

Í ár var ákveðið að styrkja Barnamenningarhátíð á Akranesi með framlagi úr Sóknaráætlun Vesturlands. Undanfarin ár hafa barnamenningarhátíðir í landshlutanum verið styrktar með þessum hætti, en það var í fyrsta skipti gert árið 2017. Síðast var hátíðin haldin í Reykholti í Borgarfirði og þar á undan á Snæfellsnesi með góðum árangri. Samkvæmt Menningarstefnu Vesturlands 2016-2019 er lögð áhersla á að …

Ráðstefna: Sameiningar sveitarfélaga – Dagskrá

SSV Fréttir

Fimmtudaginn 12. mars n.k. verður haldin ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun hún standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Eggert Kjartansson, formaður SSV mun opna ráðstefnuna og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands flytur ávarp. Að því loknu verður rætt um reynslu af sameiningum sveitarfélaga og svo hvernig sé hægt að sporna við því að jaðarbyggðir …

Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga

SSV Fréttir

SSV mun standa fyrir ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga fimmtudaginn 12. mars n.k. Ráðstefnan verður haldin á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Sveitarstjórnarfólk, fræðimenn og fleiri munu vera með erindi á ráðstefnunni og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála mun ávarpa ráðstefnuna. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar í vikunni.