Lán og styrkir


Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.


Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands er hægt að sækja um ýmsa styrki:


Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Veittir eru styrkir til atvinnunýsköpunar sem bændur á bújörðum standa fyrir í stað eða til viðbótar framleiðslu í hefðbundnum búgreinum. Hver bújörð getur átt kost á framlagi kr. 2.800 þús. að hámarki, en þó aldrei meira en sem nemur 30% af framkvæmdakostnaði. Framlögin eru bundin við framkvæmdir á viðkomandi bújörð. Hér undir falla hvers konar atvinnuskapandi viðfangsefni. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni. Möguleiki er á aukaframlagi, allt að helmings viðbót með sömu hlutfallstakmörkun, ef hægt er að sýna fram á að framkvæmd sé líkleg til að skapa tvö eða fleiri ársverk. Útborgun styrkja fer fram eftir að verkefni hefur komið til framkæmdar, skv. kostnaðaðarúttekt að fenginni verkumsögn.


Atvinnumál kvenna

Megin­mark­mið sjóðsins er að styðja konur til ný­sköpunar í at­vinnu­lífi með því að veita styrki til nýsköpunarverkefna. Styrkir eru á bilinu 300. þús til 2 mill. en að hámarki 50% af kostnaði.


Byggðastofnun

Hjá Byggðastofnun er hægt að sækja bæði um lán, styrki og hlutafé til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Veitir hún styrki til margs konar nýjunga í atvinnulífi landsbyggðarinnar og lán vegna fjárfestinga þar.  Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að þjóðfélagslega hagkvæmri þróun byggðar í landinu. Á heimasíðu hennar er að finna gott yfirlit og vísanir á vefsíður bæði innlendra og norrænna sjóða sem veita fjármagni til atvinnuþróunar.


Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tekur einnig þátt í fjármögnun fyrirtækja sem eru í algerri nýsköpun í framleiðslu sinni. Um tvenns konar fjármögnun er að ræða, áhættulán og hlutafé.


Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkir fyrirtæki til að ráða til sín námsmenn tímabundið til afmarkaðra verkefa á ýmsum sérsviðum, s.s. á sviði vöruþróunar.


Ferðamálastofa

Ferðamálastofa Íslands veitir styrki til úrbóta á ferðamannastöðum.


AVS

AVS (Aukið verðmæti sjávarfangs) er sjóður á vegum sjávarútvegsráðuneytis sem hefur að markmiði að styrkja verkefni sem ætlað er að auka verðmæti sjávarfangs.


Menntaáætlun ESB

Um er að ræða styrki til þróunar- og samstarfsverkefna leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, auk endurmenntunar (Gruntvig, Erasmus, Comenius, Leonardo). Fjölmargir íslenskir skólar hafa fengið styrki.


Ýmsir styrkir

Á þessari síðu Nýsköpunarmiðstöðvar er listi yfir ýmsa styrktaraðila. Sumir þeir sömu og nefndir eru hér að ofan.