56 – SSV stjórn

admin

56 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
 Stjórnarfundur var haldinn í stjórn SSV  þriðjudaginn 15. mai 2007, kl. 11 á Hótel Búðum. 

Stjórnarfundur í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á Hótel Búðum þriðjudaginn 15. maí kl. 11.


Mætt voru: Sigríður Finsen, formaður, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Ása Helgadóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson sem mætti sem varamaður fyrir Pál Brynjarsson.  Hrönn Ríkharðsdóttir boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.
1.  Nýbúaþing
2.  Tilnefning í vinnumarkaðsráð Vesturlands.
3.  Staða vaxtarsamnings
4.  Frumkvöðladagur
5.  Ímyndarskýrsla – Hvalfjarðarsveit
6.  Vesturland í Evrópu
7.  Ímyndarskýrsla – Hvalfjarðarsveit.
8.  Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands
9.  Aðalfundir UKV og FV
10. Ráðstefna – hugmyndir
11. Fundargerðir
12. Önnur mál.

 

Nýbúaþing
Þann 17. apríl var haldið málþing um Nýbúa á Vesturlandi.  Gísli Einarsson stjórnaði málþinginu og tók saman minnispunkta sem stjórnarmenn fengu afhenta.  Nokkur umræða varð um kennitölu nýbúa en nýbúar fá ekki alltaf heimilisfang með kt. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélögin fá ekki útsvarstekjurnar af viðkomandi aðilum heldur fær ríkið allt til sín.  Þarna voru stjórnarmenn sammála um að gera þyrfti bragarbót á.


Ákveðið að taka málið upp við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Einnig var tekin upp umræða um málefni barna nýrra Íslendinga og var eftirfarandi ályktun samþykkt í kjölfarið.

 

Ályktun frá SSV
Samtök  sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) skorar á fulltrúa Félagsmála- og Menntamálaráðuneytis að skoða málefni barna nýrra Íslendinga gaumgæfilega.  Í kjölfar þeirrar skoðunar telur SSV afar mikilvægt að settur verði upp gagnsær ferill málefna umrædds hóps.  Sér í lagi þarf að aðgæta réttindi þeirra til skólagöngu, dvalarleyfisumsóknir þeirra og lögheimilsskráningar.  Núverandi ástand býður upp á kröfur einstaklinga um það að sveitarfélög sinni málefnum hópsins langt umfram lagalega skyldu og án nokkurrar fjárhagslegrar aðstoðar.
Það teljum við ólíðandi og algera nauðsyn að framangreind ráðuneyti bregðist tafarlaust við þessari áskorun.

 

Tilnefning í vinnumarkaðsráð Vesturlands.
Borist hefur erindi frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskar er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá SSV í vinnumarkaðsráð Vesturlands.  Tillaga varð um að Bjarki Þorsteinsson yrði aðalmaður í vinnumarkaðsráði Vesturlands og Hrönn Ríkharðsdóttir til vara.

 

Staða vaxtarsamnings
Ólafur Sveinsson sagði frá stöðu vaxtarsamnings Vesturlands.  Lagður fram samningur milli SSV og Vaxtarsamnings Vesturlands um verksamning þar sem SSV tekur að sér framkvæmd Vaxtarsamnings Vesturlands.  Einnig var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir verkefnið.  Ólafur fór yfir samninginn og fjárhagsáætlun.
Stjórn samþykkti fyrirliggjandi samning milli SSV og Vaxtarsamnings Vesturlands.

Torfi Jóhannesson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri vaxtarsamningsins.  Framundan er kynningarherferð þar sem lögð verður áhersla á að kynna verkefnið fyrir atvinnulífinu.

 

Frumkvöðladagur
Frumkvöðlanefndin hélt fund 26. apríl sl. og fór yfir þær tilnefningar sem borist hafa.
Rætt var um val á forsendum, nýnæmi, umfang, hver áhrif eru á önnur fyrirtæki íbúana, o.fl. 
Samþykkt að halda frumkvöðladag þann 24. mai n.k.  Boða alla tilnefnda aðila til fundar og hafa frumkvöðladagskrá og hefur Ólafur Sveinsson verið í sambandi við Örn D Jónsson, professor í frumkvöðlafræðum, um aðstoð við uppsetningu dagskrárinnar.

 

Ímyndarskýrsla – Hvalfjarðarsveit
Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt að styrkja sérstaka könnun á ímynd Hvalfjarðarsveitar um 350.000.  Hvalfjarðarsveit afþakkar þennan styrk.

Fyrirspurn barst frá sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar þann 24. apríl sl. um það hvaða nafn stjórn SSV hafi tiltækt á svæðinu sem oft hefur verið kallað Akranes og nágrenni.  Upp kom við kynningu Ímyndarskýrslu SSV að óánægja væri með þessa nafngift.  Svar stjórnar er að hér eftir verði talað um Akranes og Hvalfjarðarsveit.

 

Vesturland í Evrópu
Ólafur Sveinsson lagði fram minnisblað vegna fundar sem hann átti í sendiráði Íslands í Brussel þann 30. mars með Hermanni Sæmundssyni frá félagsmálaráðuneyti, Þórði H Ólafssyni frá umhverfisráðuneyti og Önnu Margréti Guðjónsdóttur sem er fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga í Brussel.

Rúmlega 200 svæðaskrifstofur fyrir stór og lítil svæði eru reknar í Brussel og fer þeim ört fjölgandi.  Talið er að mikil tækifæri séu til staðar. 
Ólafur fór yfir það hvernig mætti skoða þetta verkefni.  Stjórnin samþykkti að fulltrúar SSV myndu vinna áframhaldandi að þessum málum samkvæmt framlögðu minnisblaði. 

 

Forverkefnisstefnumót Norðurslóðaáætlunar í Londonderry.
Sigríður Finsen, formaður SSV og Kristín Björg Árnadóttir, atvinnuráðgjafi SSV- þróunar og ráðgjafar fóru til Londonderry dagana 24. – 26. apríl og heimsóttu fyrsta forverkefnisstefnumót Norðurslóðaáætlunar 2007 – 2013.  Þær sátu fundi tveggja vinnuhópa.  Kristín sat fund sem tengist verkefnishugmyndinni “New Plants in the North” en verkefnis tengist skógræktarverkefnum.  Sigríður sat hóp sem nefnist “Incubating location-independent creative industry start-ups in rural economies”
Sem snýst um aðstöðusköpun fyrir ungt folk þar sem þau geta unnið að hugmyndum sínum og náð að framkalla frumkvöðla í skapandi atvinnugreinum.
 
Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands

Formaður sagði frá aðalfundi Menningarráðs Vesturlands og erindi Ágústs Einarssonar, rektors Háskólans á Bifröst.  Einnig lögð fram fundargerð frá aðalfundinum.

 

Aðalfundir UKV og FV
30. mars voru haldnir aðalfundir Upplýsinga og kynningarmiðstöðvar Vesturlands og Ferðamálasamtaka Vesturlands.  Nokkrar umræður urðu um þessa fundi og skipan stjórnar FV. 

 

Ráðstefna – hugmyndir
Lögð fram hugmynd að ráðstefnu haustið 2008 en fulltrúi Símenntunar hefur haft samband við SSV um aðkomu að ráðstefnu sem tengist menntunartækifærum á fámennum svæðum m.t.t. byggðaþróunar.  Samþykkt að skoða málið.

 

Fundargerðir
a. Sorpurðun Vesturlands. 12.03.07 Stjórnarfundur og aðalfundur.
b. Sorpurðun Vesturlands stjórnarfundur 25.04.07
c. SASS 2. 05.07
d. Símenntunarmiðstöðin, stjórnarfundur 20. 03.07 og aðalfundur 25.04.07.
e. Góufundur Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna 6. mars 07.

 

Önnur mál.
Landsvirkjun.
Landsvirkjun hefur sent bréf til SSV, dags. 07.05.07., þar sem vakin er athygli á breyttum lögum um fyrirtækið og að fulltrúaráð hafi verið lagt niður.

 

Samtök iðnaðarins – upplýsingar til sveitarfélaga um verkefni sem er í undirbúningi og snertir flokkun og söfnun á úrgangi.
Lagt fram.

 

Ferðamálasetur Íslands og Útflutningsráð.
Lagt fram erindi frá Útflutningsráði og Ferðamálasetri Íslands sem fjallar um menntun og fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu.  Erindið hefur verið sent til UKV, FV og All Senses.  Fulltrúar þeirra beðnir um að skoða erindið og meta það. 

 

Brannpunkt NORDEN. Ráðstefna og kynning á frumkvöðlum úr frumkvöðlaverkefninu á Vesturlandi. 
Inga Dóra Halldórsdóttir sá um kynninguna ásamt ungum frumkvöðlum.
Ráðstefnan var haldin í Reykjavík 10-12. mai sl.


Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að Sambandið standi fyrir kynningu á stöðu sveitarfélaga gagnvart EES-samningnum á aðalfundi SSV í haust.
Tekið jákvætt í erindið.

 

Kynnisferð Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna til Danmerkur.
Lögð fram samantekt Árna Ragnarssonar, starfsmanns Byggðastofnunar, frá kynnisferð Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna til Danmerkur. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.