70 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

70 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi

FUNDARGERÐ
70.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


föstudaginn 27.04.2007 kl. 15.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofu Akraness, Stillholti 16-18.

Mætt voru:
               Björn Elíson
               Jón Pálmi Pálsson
               Finnbogi Rögnvaldsson
               Rósa Guðmundsdóttir
               Sigrún Guðmundsdóttir
               Ragnhildur Sigurðardóttir
               Helgi Helgason
               Laufey Sigurðardóttir, sem ritaði fundargerð

Gestir fundarins:  
              Ingimar Sigurðsson skrifstofustj. Umhverfisráðuneytisins
              Sigurbjörg Sæmundsdóttir sviðsstjóri frá Umhverfisráðuneytinu
Jón Rafn Högnason boðaði forföll
1. Viðræður við starfsmenn ráðuneytisins

a) Í sambandi við endurútgáfu starfsleyfa. Sigurbjörg fór yfir málið frá    sjónarhorni ráðuneytisins þar sem m.a. kom fram að HeV. hefur ekki haft sama hátt á endurútgáfu starfsleyfa og ráðuneytið telur að sé rétt. Björn sagði að mörg önnur heilbrigðiseftirlitssvæði hefðu sama hátt á og HeV.
Fram kom að heilbrigðisnefnd Vesturlands hefði samþykkt á seinasta fundi sínum að gefa starfsleyfi að jafnaði út til 12 ára með endurskoðunarákvæðum.
b) Eftirlit með stóriðju, sorpurðunarstöðum og varnarsvæðinu í Hvalfirði. Jón Pálmi ræddi um mikilvægi þess að eftirlitið sé hjá heilbrigðiseftirlitssvæðunum. Sigurbjörg sagði að mikil umræða hefði verið í ráðuneytinu um þessi mál og til stæði að taka upp þessi mál aftur um miðjan maí. Sagði hún að fordæmi væru fyrir því að Heilbr.eftirlitssvæðin sæu um eftirlit þó Ust. gefi út starfsleyfin.
Ingimar lagði til að HeV. óskaði eftir fundi með UST um þessi mál.
c) JPP spurðist fyrir um fyrirspurn HeV. um að þegar aukin verkefni væru sett á Heilbrigðiseftirlitssvæðin þá þurfi fjármagn að fylgja með en það gerist yfirleitt ekki. Erfitt sé að hækka gjöldin á fyrirtækin.
Ingimar sagði að mjög mismunandi væri á milli eftirlitssvæða hvað mikið eftirlitsgjöldin stæðu undir rekstri heilbrigðiseftirlitsins. Fram kom að sveitafélögin á Vesturlandi eru að borga um 35% af rekstri He-V.
 
Starfsmenn ráðuneytisins fóru af fundi kl. 16:23.
2. Afrit af bréfum umhverfisráðuneytisins til UST vegna endurskoðunar starfsleyfa og um að mótaðar verði reglur um lyktarmengun, dags. 29.03. og 26.03.2007.
Lagt fram.
3. Bréf umhverfisráðuneytis vegna stjórnsýslukæru við útgáfu starfsleyfis fyrir Laugafisk, dags. 18.04.2007.
Finnbogi lagði til að boðað yrði til fundar með forsvarsmönnum Laugafisks þar sem þeim yrði gert grein fyrir efni stjórnsýslukærunnar og túlkun ráðuneytisins á endurútgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
4. Ársreikningur 2006
Fram kom að ástæða mikils halla eru miklar afskriftir og það að stjórnarlaun hækkuðu um 100% á milli ára.
• Launamál – Björn lagði áherslu á að launagreiðslur og aðrar greiðslur til starfsmanna og nefndarmanna yrðu að vera í lagi. Væri komið að mestu í lag í dag en ennþá stæði út af greiðsla til framkv.stj. Fram kom að formaður og framkv.stj. hefðu rætt við Eirík, skrifstofustj. Borgarbyggðar. Hann kannaði málið og sendi bréf í dag þar sem fram kemur að Skrifstofuþjónusta Vesturlands sé tilbúið að taka þetta að sér. JP lagði áherslu á að hann teldi einfaldast að Borgarbyggð bókhaldið sér. Hann taldi að Akraneskaupstaður gæti tekið bókhaldið inn til sín ef annað brysti.
Samþykkt að fela formanni, framkvæmdastjóra og Jón Pálma að ganga frá því við Borgarbyggð að taka bókhald HeV að sér.
5. Starfsleyfi, staðfest

• Aðveitustöð Landsnets Vatnshömrum
• Spennistöð Landsnets, Brennimel
• Lyfja, Aðalgötu 24, Stykkishólmi
• Vegagerðin vegna starfsmannabúða við Hítará
• Samkaup Strax Vesturgötu 10, Búðardal
• Byggingarfélagið Stöplar vegna starfsmannabústaðar
• Vesturgötu 48, Akranesi
• Unglingabúðir Laugum, Dalabyggð
• Jarðboranir vegna djúpborana við Grafarlaug, Dalabyggð
• Norðanfiskur, Akranesi
• Verslunin Bónus, Smiðjuvöllum 32, Akranesi
Þá var samþykkt að auglýsa nýtt starfsleyfi fyrir alifuglabú matfugls að Hurðarbaki.
6. Önnur mál
• Starfsmannamál, sumarleyfi – afleysingar
Fram kom að framkv.stj ætti inni 47 sumarleyfisdaga frá 2006 og 2005. Auglýst hefði verið eftir manni til afleysinga í  50% starf. til þriggja mánaða.
• Starfsleyfi fyrir kræklingaeldi Alex Páls í Breiðafirði.
Framkv.stj. kynnti málið. Kom fram að umsókn hefði borist HeV 19.02.2007. Umsókn var framsend til Umhverfisstofnunar sama dag vegna framleiðslumagns sem fyrirhugað var vegna starfseminnar. Ekki hefði enn borist svar frá UST þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.
Eftirfarandi bókun samþykkt:
,,Þar sem Umhverfisstofnun hefur ekki svarða ítrekaðri fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um kræklingarækt Alex páls í Breiðafirði, er ekki hægt að afgreiða starfsleyfisumsókn.”
• Ólykt frá HB Granda Akranesi
Björn kynnti málið. Margar kvartanir hafa borist undanfarna daga til heilbrigðiseftirlitsins, nefndarmanna og bæjarskrifstofunnar. Ust. fer með eftirlit með Fiskimjölsverksmiðjunni. Jón Pálmi lagði fram tillögu um að óskað yrði eftir fundi við UST um málið.
Samþykkt.
• Aðbúnaður í skólum og skóladagvistun
Framkv.stj. kynnti eftirlit í skóladagvist, þar sem allt að 46 börn (6-16 ára) voru vistuð 47 m² skólarými. Aðstaðan mjög slæm, aðeins eins snyrting fyrir nemendur og starfsmenn og 80° gráðu heitt vatn í handlaugum.
Framkvæmdastjóra falið að kanna aðstæður í öðrum skólum.
• Dýrahald vegna hunda- og kattasamþykkta.
Samþykkt að starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins sjái ekki um almennt dýraeftirlit hjá sveitafélögunum.
 
Samþykkt að halda aðalfund þriðjudaginn 22. maí.
Fundi slitið kl. 17:45.